…svona á hlaupum fór ég upp í Bíldshöfða núna um daginn og smellti af nokkrum myndum. Ég deildi þeim með ykkur á snappinu og held að það væri ekki úr vegi að setja þær hér inn líka! Athugið að allt sem feitletrað eru hlekkir beint inn á Rúmfósíðuna.
Ok, það er enn til nóg af þessum, og þetta er örugglega 3ja árið í röð sem ég elska að nota þessi í glerkrukkurnar mínar…
…eins fást litlu húsin þarna líka, sem og gervisnjórinn…
…æðislegar jólakúlur – stílhreinar og nettur “Omaggio-keimur” af þeim…
…þessar stjörnur er æðislegar, sérstaklega á pakka…
…og það er sko nóg af fallegum pappír, sjá póstinn með innpökkun hér…
…og jóló tréplattarnir eru á sínum stað…
…svo voru að koma gólflampar sem mér finnast alveg ferlega töff – Tallinn…
…nóg af alls konar klukkum, og flott að setja margar saman á vegg – klukkur…
…töff veggmyndir með hengi…
…og alls konar ferlega smart myndir, og verðið á þeim er geggjað…
…fallegir litlir glerkúplar…
…bakkaborð eru snilld. Það er alltaf pláss fyrir einn bakka og þegar það fylgja lappir með, þá er það enn betra…
…mjög töff til þess að brjóta upp með fallegu mynstri…
…þessir eru eitt af mínu uppáhalds…
…ég keypti svona handa okkur hjónunum, og minni handa krökkunum. Síðan gáfu krakkarnir kennurunum sínum svona í litla jólapakka…
…glerkúpull með tveggjahæða disk, og það er hægt að taka diskinn innan úr…
…sætir mjúkir, flöffí púðar. Mér finnst svoleiðis alltaf sniðugt í vinkonugjafir…
…þessi þarna svarti og hvíti, hann er einn af mínum uppáhalds…
…og þessi er geggjuð – Vasted, nánast hvar sem er…
…ég hef einsett mér það markmið að koma bekkjum inn á eins mörg heimili og ég get í lífinu 🙂 Djók, eða kannski ekki. Málið er að ef þú kemur bekk við borðendann, eða við rúmgaflinn, eða á ganginn, þá er þetta svo mikil snilldarmubla sem reynist mjög svo miklir notkunarmöguleikar í.
Þessi hér er nýr og mér finnst hann ferlega flottur, mest út af hnöppunum og svo neðri hillunni. Vansted og kostar bara um 8þús, svo er hann á tilboði fram til jóla á rétt um 6þús. Snilldar gjöf handa þeim sem á allt, nema bekk…
…annar ferlega flottur og rómantískur. Aftur er ég að elska hvernig hann er að ofan, svona stunginn. Stenille og fæst hér…
…einfaldur og klassískur. Egedal og fæst hér…
…snilldarkörfur, t.d. í barnaherbergi…
…dásamlega krúttaðar myndir…
…og þessar hillur eiga nú margir eftir að dýrka – Anton…
Hejlsminde vegghilla
…stórar “smáhlutahillur” – snjallræði í skipulag í krakkaherbergjum. Svo er þetta líka geggjað að mála og gera t.d. örlítið “dúkkuhús” úr þessu…
…ok snjallræði, þetta er hornhilla – Moar…
…svo er ég búin að vera að leita mér að fallegu á rúmið, og ég held að ég sé fallin fyrir þessu hér…
…Ines heitir það og er 100% bómull og sérlega mjúkt og fallegt. Ekta fyrir jólin held ég bara…
…annars mæli ég bara með að kíkja við í Rúmfó-búðunum! Sjón er sögu ríkari og fullt til af fínerí-i.
Eigið góðan dag ♥, og endilega munið að taka þátt í jólaleiknum mínum með Rúmfó (smella hér)!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Var þarna um daginn, sá reyndar glitta eiithvað smá í þig (“,) en sá ekkert af þessu bjútífúll stöffi sem kemur fram í póstinum 😳
Sæl Soffia,
Takk fyrir alla flottu póstana þina.
Langar að benda þér á að LIKE virkar ekki,
allaveg hjá mér.
Með jólakveðju.
Svo ótrúlega mikið af fallegu þarna!! Takk fyrir svona pósta (og hlekkina á vörurnar). 😉
Kv. Landsbyggðartútta 😉
Alltaf skemmtilegt að fylgjast með því sem þú ert að gera.
Allt svo fallegt sem þú gerir og ekki skemmir að þú segir svo skemmtilega frá 🙂