…ég er búin að vera að mynda jólaborð og sá póstur er að koma inn í fyrramálið. En hinsvegar tók ég nokkrar myndir sem mér fannst bara ekki passa beint með jólaborðinu og ákvað því að gera bara sérpóst með þeim.
Aftur er ég að vinna með servéttur og kerti frá Heildversluninni Lindsay, sem að fást m.a. í Krónunni, og er pósturinn unninn í samvinnu við Lindsay.
…en í Krónunni fást þessi hérna – ehhh snjókerti 🙂
Sem mér finnst vera alveg sérlega falleg í svona jólaskreytingu…
…ég setti þau bara á trébakka í eldhúsinu, ásamt öööörlitlum gervisnjó…
…og með fóru bara hlutir sem fyrir voru í eldhúsinu, kúpull með piparkökum og krukka með nammistöfum, og auðvitað nokkrir nammimolar…
…og það verður bara þvílík jólastemming úr…
…meira segja smá í rauðu, sem er alveg magnað fyrir mig…
…en þetta er nú næstum bara aðventuskreyting – svona fyrst að kertin voru fjögur…
…og fyrst ég er í rauðu deildinni, þá er hérna svona skemmtileg grúbba af ýmsum kertatýpum, og sýnir líka bara hvað það getur verið gaman að draga saman ólíka hluti og leyfa þeim að njóta sín…
…þessi ætti reyndar alveg að fara að verða hattlaus miðað við dagsetningu dagsins í dag 🙂
…og auðvitað eru til servéttur í rauðu með, og það er fallegt að nota t.d. bara köngla sem skraut á diskana…
…þessar hérna eru líka mjög fallegar, nett svona rustic-fílingur í þeim…
…og það gæti líka verið skemmtilegt að stilla upp bara svona litlum dýrum á diskana, svipuð fást t.d. í Toys R Us, og það er sérlega skemmtilegt fyrir krakkadiskana…
…ég held líka að það væri æðislegt að blanda þessum tveimur saman, vera með á öðrum hverjum disk…
…eins sá ég þessar hérna með jólatrjánum, og mér fannst það skemmtilegt að brjóta þær saman þannig að tréð fengi að standa sjálft…
…og að lokum, stundum þarf ekkert annað en bara einfalt lítið snæri, og þá ertu komin með skemmtilega stemmingu…
…stundum er einfalt bara flottast…
…þá segi ég bara góða helgi elskurnar og það kemur inn jólaborð í fyrramálið! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Það er hverju orði sannara að það einfaldasta er alltaf fallegast. Stundum verður það til bara alveg óvart.
Takk fyrir 💕