…um daginn, þá gerði ég óskalistann minn (sjá hér) – þar sem ég týndi saman eitt og annað sem mig langaði í.
En, þar sem ég á mann sem er ágætlega “erfiður” í innkaupum, eða sko það er ekki auðvelt að velja handa honum! Þá bað ég hann að týna saman eitt og annað sem honum myndi langa í/eða þarf að eiga þegar það kemur að viðhaldi heimilisins. Ýmist eru þetta tæki og tól sem við eigum, eða sem honum langar til að eiga, svo ég geti haldið áfram að skipa fyrir beina honum í réttar áttir þegar það kemur að hinu og þessu DIY-lega séð.
Allar myndir og hlekkir koma frá Húsasmiðjunni, en allar hugmyndir frá eiginmanninum. Stundum eru hlutirnir til í mismunandi verðflokkum, og það fer bara eftir hversu mikla notkun þið áætlið á þá hvað er best að velja 🙂
Þið getið smellt á feitletraða textann til þess að skoða nánar hlutina á síðu Húsasmiðjunnar.
Hleðsluborvél – 18v
Maðurinn elskar allt DeWalt, og já það rýmar. Svo er náttúrulega gasalega sniðugt að batterý-in eru að virka á milli tækja. Hleðsluvélar eru líka snilld þar sem hægt er að nota þær hvar sem er án þess að spá í snúrum og vesen-i. Höggborvél sem virkar líka vel á stein/steypu.
Fjölnotavélar
Hægt að nota til þess að pússa upp, til þess að taka fúgur á milli flísa og til þess að saga. Aukahlutirnir gera möguleikana nánast óendanlega. Mjög svo nytsamlegt.
Háþrýstidælur
Bráðnauðsynlegar og sniðugar. Snilld áður en húsið er málað að utan, til þess að þrífa allt sem þrífa þarf með vatni og krafti. Frábært á pallinn og til þess að þrífa hellurnar fyrir utan. Nú eða bara til að þrífa bílana.
Málningarsprautur
Þetta getur nú heldur betur sparað manni tíma þegar það kemur að því að mála grindverkin, nú svo ekki sé minnsta á utan- og innanhúsmálningu. Þetta er svo sannarlega á óskalistanum ofarlega.
Laser-ar
Hallamál og mælitæki með laser eru algjörlega brillijant. Við erum búin að eiga svona í lengri tíma og þetta er snilld. Ef þú ert að setja línur, t.d. þegar málað er og annað slíkt, eða bara hengja upp á veggi, þá eru þetta mikið hjálpartæki.
Rakamælar
Einfaldar græjur sem þurfa að vera til á flestum heimilum. Þeir eru til í ýmsum gerðum og verðflokkum og bara um að gera að kynna sér málið áður en fjárfest er í þeim. Möst ef að mála þarf tréverk utandyra sem innan, því þá má ekki vera raki.
Vinnubuxur
Góðar vinnubuxur eru alveg möst. Fullt af vösum fyrir tæki og tól. Sérstaklega mælir bóndinn með þeim sem eru með svona hnjáhlífum, sem hægt er að fjarlægja. Nú og ef kallinn þinn á eftir að skella sér á skeljarnar, þá ættu hnjáhlífabuxur að auðvelda honum það 😉
Blönduð verkfærasett
Sitt lítið af hverju, en allt svo nauðsynlegt. Topplyklasett, tangir, skrúfjárn, dúkahnífar og bara svona altmugligt-dæmi.
Verkfærataska
Það þarf að gera þessum elskum það auðvelt að færa græjurnar á milli staða. Þetta er bara svona “bjútíbox” fyrir þá 😉 Alveg möst!
Snilld 😄 takk!
💕
Glæsilegt þetta minnti mig á gjöfina fyrir bóndann sem ég var búin að gleyma (“,)
Snilldarpóstur takk
💕
þessi póstur kom sér vel – viðbótinni sem ég er að leita að er reddað 😀
kv. Kristin S