Lítið eitt af helginni…

…sem virðast líða enn hraðar en venjulega í desember…
…þó að sumir séu bara slakir…
…þá hafa aðrir ærinn starfa fyrir höndum, eins og t.d. að koma heilu jólatré upp……alltaf jafn gaman að opna jólakassana og handfjatla þessa gömlu “vini” á nýjan leik…
…sumir hafa verið lengur með okkur en aðrir…
…en nánast hver og einn á sér sérstæða minningu……ekki nóg með að vinna í trénu, heldur var ákveðið að fara í smá bakstur líka…
…enda auðsóttara en oft áður, þar sem “litla” aðstoðarfólkið er orðið stærra…
…og þá gengur allt töluvert hraðar fyrir sig…
…ég fékk nefnilega deigið frá 17sortum að gjöf um daginn og þvílíka snilldin fyrir letihúsmæður eins og mig…
…bara kippa því út úr kæli, og moka upp úr smá bitum – koma ca 30 kökur úr hverju boxi…
…krakkarnir sáu síðan um að rúlla deiginu í kúlur…
…og raða beint á plöturnar…
…og eins og sést, höfðu gaman að…
…og við vorum ekkert að stressa okkur á þessu, að vera að hafa jafnstórar kúlur eða neitt…
…þetta var bara eftir hendinni…
…þessar þrjár týpur sem við prufuðum núna voru allar geggjaðar…
…en ég verð samt sérstaklega að mæla með þessum hérna, þvílíkt hnossgæti sem þær eru…
…súkkulaðibita voru líka æði, og við settum svona Rollo-mola innan í nokkrar, sem var alveg nomms…
…þetta er líka fullkomið fyrir krakkana, þau hafa ekkert sérstaklega mikla þolinmæði í allt svona – þannig að þetta smellpassaði fyrir þeirra athyglisspan…
…en á meðan bakstur fór fram – fékk ég það verkefni að koma séríunum á tréð…
…og að því loknu…
…var loks tímabært að fara að skreyta…
…þetta var eins og alltaf – samvinnuverkefni…
….þessi reyndar lítil hjálp – en hann er alltaf sætur…
…við erum ekki bara einbeitt heldur líka áhugasöm…
…allt þarf að komast á sinn stað…
…og krakkarnir elska að fara yfir söguna á bakvið hvern og einn hlut…
…maður ætti að vera með einhverja áhættuþóknun í sumum atriðum…
…og að lokum stóð fullskreytt tré…
…sömuleiðis var sett upp tréð í stelpuherberginu…
…eins og lítið pastelland…
…og skrautið beið svo eftir að daman gæfi sér tíma í að hengja það á tréð…
…lítil bambakrútt í hillu…
…og allt að verða reddí fyrir gleðileg jól…
…þetta voru reyndar allt símamyndir, en fljótlega þarf ég að mynda þetta í “alvöru”.  Eins og venjulega fór þetta allt fram á snappinu, en það er soffiadoggg…
…annars sendi ég ykkur bara kveðju inn í daginn, með knúsi og brosi og munið að flýta ykkur hægt! ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

3 comments for “Lítið eitt af helginni…

  1. Margrét Helga
    11.12.2017 at 13:26

    Girnilegar kökur og glæsileg jólatré 🙂
    Pínu fyndið samt, þegar ég var að skoða myndirnar þá hugsaði ég allt í einu “bíddu við….er hún með fjólublátt jólaskraut á trénu????” Þá var þetta bara einhver birta frá seríunni sem kom þegar þú tókst myndirnar 😀 En samt flott 😉 Hvítt, silfrað og fjólublátt kemur greinilega vel út á jólatré 😉

  2. Inga
    12.12.2017 at 20:51

    Dásamlegt. Þú hjálpaðir mér að velja skraut á tréð mitt í Blómavali í síðustu viku svo þessi færsla hitti beint í mark. Takk 😊

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.12.2017 at 18:48

      Gaman að hitta þig elsku besta 💕

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *