…var sótt heim núna um helgina. Í nístandi frosti, en dásamlega fallegu veðri. “Gömlu” jólasveinarnir dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð, heitt kakó og nammistafir. Sem sé bara kózýheit ❤️
Við erum afskaplega hlynnt því að reyna að gera eitthvað saman litla fjölskyldan, og ég hef sagt ykkur frá dagsferðunum upp á Skaga og ýmsu öðru. Mér bauðst um daginn að fara í samstarf með Menningarkortinu, en það er kort á vegum Reykjavíkurborgar – sem veitir þér m.a. frían aðgang að:
-
Listasafni Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn -
Borgarsögusafni Reykjavíkur
Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Landnámssýningin -
Borgarbókasafni Reykjavíkur
Bókasafnskort fæst gegn framvísun Menningarkorts ReykjavíkurÞar sem þetta er eitthvað sem við höfum lengi haft hug á að gera, þá þótti okkur þetta alveg upplagt og ákváðum að kíkja á jóladagsskránna í Árbæjarsafni…
…við urðum ekki fyrir vonbrigðum, því við gengum beint inn á torgið með upplýstu jólatré…
…og þar sem “gömlu jólasveinarnir” sungu og dönsuðu í kringum jólatréð…
…alltaf verða sumir smá svona feimnir þegar þeir reka augun í þessa sveina – þá er nú gott að eiga góðan pabba að kúra hjá… -
…við þessi gömlu……og að geta staðið undir verndarvæng stóru systur……svo var gengið á milli húsa og fylgst með kertagerð…
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
…skoðað í Neyzluna…
…þar sem jólatré liðinna ára eru til sýnis…
…og við gengum inn í hátíðlega stofu, skreytta með músastigum og tilheyrandi…
…ohhh munið þið eftir svona flöskusveinum?!
…jólaboðið tilbúið, með alls kyns kruðerí-i…
…þvílík nostagía…
…veit um ansi marga sem myndu vilja eiga þessa…
…en þetta er nú fallegt að sjá…
…svo fórum við á efri hæðina og skoðuðum sýninguna…
…ég hefði gjarna hug á að eiga þessa…
…”einn baðmiða takk”…
…hvers konar græja er nú þetta? 🙂
…þrátt fyrir kuldann, þá var veðrið svo dásamlega fallegt…
…það þarf bara að klæða sig vel…
…allt svo fallegt svona þegar að vetrarsólin er að setjast…
…krakkarnir skildu ekkert í að það væri sér klefi fyrir fólk til þess að spjalla í símann, það þarf að útskýra ýmislegt…
…við þessi gömlu……epli, greni og vísir – það er jóló…
…annað kökuboð…
…og ekki voru áar okkar háir í loftinu…
…betri stofan tilbúin fyrir hátíðina…
…hjónasvítan…
…og auðvitað þurfti að deila henni með krökkunum…
…er viss um að svona auglýsing yrði samþykkt í dag…
…og ekki var nú flókið að muna þessi símanúmer 🙂
…klassísk “næring” í jólamánuði…
…þetta er nú eins og að stíga aftur í tímann…
…svo urðum við að fá smá yl í kroppinn…
…og fengum okkur heitt kakó með rjóma og pönnsur…
…svo var arkað beint út í frostið og aftur til fortíðar…
…á neðri hæðinni var verið að skera út laufabrauðið við kertaljós…
…en á þeirri efri var verið að vinna ull…
…gömlu jólin…
…ég barasta get ekki mælt nógsamlega með þessu…
…við vorum alveg alsæl með daginn…
…sumir þurfa alltaf að vera með á myndum…
…falleg og friðsælt…
♥
…við kíktum við í litlu búðinni á leiðinni út, og gömlu kortin voru alveg að heilla mig…
…yndislegar myndir…
…og alls konar skemmtilegt skraut tengt jólunum…
…og íslenskt handverk, eins og t.d. þessi heiðurshjón…
Það eru líka fríðindi sem fylgja Menningarkortinu, afslættir og alls konar tilboð á viðburði, sýningar og veitingahús. Þannig að þetta er alveg ótrúlega sniðugt. Mér dettur þetta t.d. í hug sem jólagjöf handa þeim sem allt á – bara heilt ár af sniðugum viðburðum og upplifunum.
Vá hvað þetta hefur verið gaman!! Hef einu sinni komið í Árbæjarsafnið en það var að sumri til. Maður verður greinilega líka að kíkja í desember 🙂
💕