Innlit í Blómaval og SkreytumHús-kvöld…

…annað kvöld verður haldið í fyrsta sinn SkreytumHús-kvöld í Blómaval í Skútuvoginum, frá kl 19-21.  Það verður afsláttur af öllu í versluninni, 25%, og því vel þess virði að mæta og kíkja á það sem “vantar” fyrir jólin.  Allt til þess að skreyta tréð, heimilið, nú eða bara að kaupa gjöf handa einhverjum sem þér þykir vænt um!
Til þess að lesa meira um viðburðinn og skrá sig inn, þá er hægt að smella hér!
….eitt af því sem ég ætla að gera á morgun í Blómaval, er að skreyta jólatré.  Það er nú bara gaman.  Enda er mikið úrval af jólaskrauti og auðvitað er þetta allt litaskipt til þess að gera þetta sem auðveldast fyrir okkur…
…þessir eru nú dulítið dásamlegir…
…sem og þessir hér…
…sjálf færi ég meira í hvítt og silfur, í það minnsta um þessar mundir…
…og mér finnst t.d. glæru kúlurnar mjög spennandi kostur…
…alltaf gaman að hafa mismunandi áferðir á kúlunum…
…yndislegir jólasokkar…
…núna erum við að tala saman…
…þetta finnst mér æðislegt!  Ótrúlega skemmtilegt að hengja svona á útihurðina og skreyta, í stað þess að nota hurðarkrans…
…gulldeildin…
…fallegir jólatréstoppar…
gylltir könglar, það er nú ekki leiðinlegt…
…ótrúlega fallegt að blanda saman hvítum, svörtum og gylltu…
…þessar hérna eru sérstaklega fallegar…
…meira af fínerí…
…mér finnst þessi litasamsetning líka sérlega fín, svo mild og falleg…
…hvítir “snjóboltar” og snjóbreiða til þess að setja undir tréð…
…nóg af hreindýrahjörðum…
…awwwwww – krúttin…
…klassískir hnötubrjótar…
…svo fallegar þessar bláu kúlur…
…meira í bláu…
…og þessi hreindýr eru æðisleg…
…litlir loðnir fuglar…
…og þessar hérna eru dásamlegar…
…þessi hérna eru líka í uppáhaldi núna, eitthvað svo flöffí og fín…
…lítið ævintýri…
…dásamlegar stjörnur…
…gervitrén verða líka á afslætti, sem og ekta trén…
…og þetta finnst mér æææææææði…
…alls konar skreytingar og kransar fyrir aðventuna…
…dásamlegar jóla”kúlur”…
…og myndir…
…og þessi hérna sko!
…marmarabretti – fullkomin gjöf…
…og dásamlegu Riverdale-vörurnar…
…í það minnsta vonast ég til þess að sjá ykkur sem flest.  Það er nefnilega svo gaman að geta verið með svona afsláttarkvöld fyrir ykkur öll, og leyft ykkur að njóta góðs af…
…Hlakka mikið til þess að sjá ykkur sem mætið annað kvöld – og munið, endilega koma og heilsa!
Svo bara enn og aftur, í lokin – takk fyrir mig og takk fyrir að vera “memm”  ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

3 comments for “Innlit í Blómaval og SkreytumHús-kvöld…

  1. max
    07.12.2017 at 03:05

    may i know the price range of all product in this store?thanks

  2. Margrét Helga
    07.12.2017 at 09:31

    Hefði verið gaman að koma og hitta þig 🙂 En…vonandi bara næst 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *