…og eins og ég var að segja ykkur frá því inni á Snapchat um daginn, að ég fékk einhverja svona löngun í að gera einfaldara í kringum mig. Ég geri mér fylla grein fyrir að það sem ég kalla einfalt, finnst eflaust mörgum eins og Grisvald-famelían á sterum, en hey “to each his own” 🙂
Í póstinum á fimmtudaginn lofaði ég líka að sýna ykkur eitt og annað úr Rúmfó, og er þessi póstur því unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn. Ef varan finnst á netinu, þá set ég hlekkinn með – annars held ég að þið getið bara hringt í netverslun og spjallað við þá.
En í það minnsta, svona leit arinhillan út, flöffí og fögur…
…ég ákvað að taka frá og setja annað og “nýja hillan” er svona…
…kertastjakinn er úr Rúmfó, og með honum fylgja lítil kertaglös, en ég ákvað að nota þess í stað falleg hvít kubbakerti. Mér finnst þessi stjaki alveg geggjaður. Hann er svartur og með stjörnu, og smá svona Fixer-Upper-fílingur í honum..
…og með setti ég þetta dásemdar gervigreni. Það er alveg ótrúlega fallegt og raunverulegt að sjá…
…ég sagði ykkur líka frá loðnu ábreiðunum sem eru í uppáhaldi, og þessi hérna – sem senjor Moli módelast á af miklum móð er einmitt ein slík, hrikalega flottar, djúsí, þungar og kózý – þvílík lýsing á einu teppi…
…þetta er í raun eins og þessi hérna – smella, nema bara ljósari útgáfa…
…ég hef verið spurð mikið út í veggstjakana okkar, en þeir eru síðan 2012 og eru reyndar úr Rúmfó, en langt síðan þeir hættu að vera til. Ég bætti hins vegar við á þá þessum stjörnukrönsum sem mér finnast alveg ferlega flottir…
…og í rökkrinu…
…annars er sólin svo svakalega lágt á lofti núna, að skuggarnir eru oft hreint dásamlegir…
…ef við færum okkur svo inn í eldhús, þá er þar eitt og annað…
…eins og þið sjáið þá klippti ég niður grenið og notaði í botninn á körfunni, og þar ofan á setti ég dásamlegu litlu jólabílana…
…þessi hérna fæst hér – smella…
…og litli blái hér – smella, og mér finnst þessi græni og rauði doppótti með pakkana á þakkinu, alveg æðislegir líka…
…eiginmanninum finnst reyndar mjög fyndinn þessi skyndilegi bílaáhugi minn 🙂
…í horninu er núna komin smá einföldun…
T.d hefur piparkökuhúsaframhliðin færst upp í hillu… …annað sem ég fann nýtt í Rúmfó var þessi hérna bakki/platti. Mér finnst hann alveg ferlega flottur, eeeeeen þessi græni borði var ekki alveg að tala við mig…
…þannig að ég tók grenið, sem áður var rætt um…
…mjög fallegt eins og þið sjáið…
…smá svona silkiborða…
…og eins stjörnu og gerði þetta meira að mínu, en stjarnan og allt saman er úr Rúmfó…
…ég er súper kát með þennan!
…og við höldum okkur áfram í eldhúsinu…
…ég varð alveg hreint heilluð af þessum könnum þegar ég sá þær! Mér finnst þær vera geggjaðar, t.d. til þess að gefa kennurum krakkana eða bara í litlar vinargjafir. Ódýrir en gordjöss, mama likes…
…og annað sem var komið nýtt var þessi hérna stórskemmtileg diskur á tveimur hæðum!!! og undir glerkúpli!!
…svei mér þá ef ég heyrði ekki englakór syngja! Svo má líka taka stykkið innan úr, og þá er þetta bara “venjulegur” glerkúpull á viðarbakka…
…og svo varð ég að sýna ykkur þetta krútt, sem fær að sitja í krukku með litla jólatréð sitt – smella…
…síðan voru það þessar tvær…
…ég tók litla tréstjörnu – smella…
…og setti á minni krukkuna…
…ótrúlega sætt fyrir piparkökur…
…og þessi litla á fætinu var draumur í dós, kostaði um 1500kr…
…þetta er líka svona fullkomið fyrir litlar gjafir, baðsalt, piparkökur, smákökur eða bara smá nammi. Falleg gjöf sem gleður. Þessar krukkur eru á 499kr, sem auðvitað bara grín og glens. Smella hér til að skoða…
…ég er líka með sömu stjörnurnar í ljósinu yfir eldhúsborðinu…
…eins var þessi flotta lukt að koma í hús…
…og á hana setti ég eitt lítið hjarta, bara svona til að krútta smá…
….ég er reyndar búin að vera með þessa hérna fyrir utan hjá mér í þó nokkurn tíma, ferlega flott og stílhrein, stjarnan fylgir með – smella…
…og lítil fura með snjó, sem mér finnst æðisleg fyrir utan – smella…
…og að lokum sá ég að bakkaborðið mitt er komið aftur…
…alveg hreint ferlega flott – smella…
…ég vona að einhver hafi haft “gagn”, eða í það minnsta gaman af þessu rambli mínu!
Annars segi ég bara njótið helgarinnar elsku bestu ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Eftir að hafa skoðað þennan póst þá hreinlega skil ég ekki hvernig mér tókst að labba í gegnum heila Rúmfóverslun án þess að kaupa mér neitt. Svo mikið fallegt þarna….. 😉
Sæl, Takk fyrir fallegt blogg 🙂
Hvar er hægt að fá körfu standinn sem bílarnir og krúsirnar eru í á eldhúsborðinu ?
kv. Dalrós
Körfustandurinn var því miður fluttur inn frá USA og krukkurnar keyptar á Spáni!
Mjōg fallegt allt😊