Myndir af skreytingakvöldi Blómavals…

…ég var fengin, eins og ég sagði ykkur um daginn, til þess að vera gestaskreytir á Skreytingakvöldum Blómavals í ár.  Ég tók nokkrar myndir af því sem ég gerði, og ákvað að það væri alveg kjörið að deila þessu með ykkur, svona í tilefni föstudagsins 😉
…ég var alveg í essinu mínu, og hélt mér bara í mínu stjörnuþema…
…og ég setti mér reyndar það markmið, að vera með flestar skreytingarnar þannig að fólk væri til í að reyna að gera svona sjálft…
…heill hellingur af konum – en í heildina komu yfir 300 konur á bæði kvöldin – og að ég held einn herramaður 😉
…þessi var í uppáhaldi. En þetta var lítið hliðarborð, sem ég tók glerplötuna úr og gerði aðventukrans á…
…mosakrans, coryllusgreinar og könglar.  Ásamt stjörnum af ýmsum stærðum og gerðum, og led-kerti…
…eins ákvað ég að gera skreytingu í skál – fyrst að ég fann stóru flottu stálskálarnar þarna…
…þarna er blandað saman gervigreni og lifandi, mosa og könglum…
…þetta var nett “eftirlíking” af einni af mínum uppáhalds aðventuskreytingum sem ég hef gert…
…en það er hægt að kaupa skálina á netinu hér og hér er hægt að skoða gömlu skreytinguna hjá mér
17-2014-11-20-170457
…í Blómaval er líka hægt að kaupa tilbúna vafða kransa í ýmsum stærðum.  Ég tók einn slíkan, og setti lítinn bamba innan í hann – þið sjáið á aftari fæti að hann er falinn á bakvið mosa og sett vírfesting þar yfir.  Mosinn gefur festingunni betra hald og bambinn stendur smekkfastur.  Síðan tók ég eitt lítið tré, tók fótinn undan því og festi með sömu aðferð…
…að lokum var spreyjað smá snjó og glimmer yfir allt saman…
…lítill og sætur – gæti líka verið fallegur á leiði.
Bambinn fæst hér – smella
…önnur hugmynd er að nota bara bakka og blómapotta.  Þetta gæti verið pottar sem þið eigið fyrir heima, eða bara eitthvað samansafn sem þið spreyjið til þess að fá það í þann lit sem þið viljið…
…í alla pottana fór síðan Oasis-undirlag og smá mosi, og svo voru bara mismunandi útfærslur í hverjum potti…
…smá lifandi greni með…
…og fallegar birkistjörnur…
…kom bara vel út, þó ég segi sjálf…
…glervasar, snjór, tré og krúttleg dýr.
Ísbirnirnir fást hér – smella
…nú eða bara hús…
…og hérna meira segja tré sem eru skreytt ljósaseríu – ferlega flott…
…ég gerði líka einn stóran mosahurðarkrans, með sama skógarþemanu…
…fæ bara ekki nóg af bömbum greinilega…
…og ég var líka búin að segja ykkur frá stjörnunni sem ég gerði, getið skoðað það hér
…svo voru svomargir að spyrja mig um Bambastytturnar, en þær voru með hengi á bakinu sem ég tók af…
skoða hér – smella

…og hérna – smella

…vona að þið hafið haft gaman af því að skoða þetta!
Knúsar inn í helgina 
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

4 comments for “Myndir af skreytingakvöldi Blómavals…

  1. Gurrý
    01.12.2017 at 09:33

    Yndislega fallegt – langar að vefja aðventukrans eða gera skálarkrans og gefa Gogga Jensen frí ein jól.

  2. Anna
    01.12.2017 at 22:18

    Ég ætla ekki að gefa Gogga frí, en búin að finna hlutverk fyrir silfraðar skál á færi sem er búin að vera inní geymslu, að entuskreyting í eldhúsinu og herra Jensen á sínum stað í stofunni 😉 takk fyrir dásamlegar hugmyndir ❤️

    • Anna
      01.12.2017 at 22:19

      Auðvita er hún á fæti blessuð skálin 😂

  3. Margrét Helga
    06.12.2017 at 08:56

    Svo óskaplega fallegt allt saman 🙂 Reyndi að finna bambana (þessa glimruðu) þegar ég fór í Blómaval sl. sunnudag en sá enga…og heldur ekki litlu hvítu, vöfðu stjörnurnar…þannig að ég keypti bara kerti í aðventuskreytinguna mína og lét þar við sitja 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *