…er að koma út í fyrramálið. Ég var að fletta í gegnum hann og sá ansi hreint margt sem mér leist á – hvort sem það væri fyrir mig, þig eða bara í jólagjafir. Ákváð því að týna saman nokkrar myndir og krota niður mínar helstu pælingar um hverja mynd. Þið voruð rosalega kátar með það þegar ég tók tók saman lista úr Blómaval, þannig að hér kemur nettur Rúmfó-póstur – gjössvovel…
Erika sængurverið er bleikt og með fallegum litríkum doppum, mér finnst þetta vera alveg fullkomið fyrir þá sem elska bleikt…
…sérstaklega sé ég þetta fyrir mér fyrir ungar dömur, eins og t.d. vinkonur 11 ára dóttur minnar í jólagjöf. Er á frábæru verði, og núna bætist við enn meiri afsláttur þannig að þetta er bara slegið! Hægt að smella hér og skoða…
…Ingeborg-sængurverið hefur líka verið á listanum mínum, ferlega fallegt úr bómullarsatíni. Smella hér til að skoða nánar…
…annars er bara ótrúlega gott úrval af fallegum verum núna…
…og af þessum hér fyrir ofan er LIAN í miklu uppáhaldi. Við erum búin að eiga svona í 2 ár og þetta er eitt af mýkstu og þægilegustu sængurverunum okkar. Smella hér til að skoða…
…mig langar mikið í þennan í miðið í eldhúsið, finnst þessir mjög flottir – smella…
…ESSVIK-snyrtibuddur, ferlega sætar og kosta bara 399, önnur fullkomin vinkonugjöf – skoða hér…
…ferlega flottar nýjar taukörfur……bæði Enar – smella…
…og Asgeir – smella…
…Tallinn standlampi, alveg hrein ferlega flottur – smella…
…Erlis-línan er mjög flott, og ég er spennt að sjá þessa kertastjaka í eigin persónu. Finnst þeir mjög flottir! Smella hér…
…þessi Ingersby-þil finnst mér vera mjög spennandi kostur – verður gaman að gera eitthvað með þau. T.d. bara í unglingaherbergi, setja hillur og hægt að hengja á skartgripi, nú eða bara derhúfur. Smella hér til að skoða…
…svo er það bara veturinn, og auðvitað jólin – tími kózýteppa og huggulegheita. Cikorie er eitt uppáhalds teppið mitt í heiminum – smella…
…þessi bleiku og gráu tónar saman – gordjöss…
…ansi margir krúttaðir og kózý inniskór, ekta fínt í pakkann…
…fallegar hvítar og með hreindýrum! Munið þið hérna einu sinni þegar að allir settu upp jólagardínur. Mamma átti alveg svakalega rauðar sem fóru alltaf upp í byrjun des…
…ég keypti einmitt svuntuna núna um daginn og dóttirin elskar hana. Smella hér til þess að skoða Olson-línuna…
…það er komið mjög mikið af skemmtilegum jólapúðaverum. Þau eru nú snilld til þess að eiga og skella bara utan um púðana sem þið notið svona dagsdaglega…
…þessir eru ferlega krúttaðir handa litla fólkinu. Svo er það auðvitað bónus að þetta passar sennilegast í flestar stofur, öfugt við þann sem frænka mín átti með miklu Mikka Mús mynstri. Krúttað í gjöf, nú eða bara heim til ömmu og afa. Smella hér og skoða…
…trén og húsin eru t.d. ææææðisleg í krukkur og glerkúpla…
…síðan rak ég augun í þessar hillur, og er nokk viss um að margir verða spenntir fyrir þeim…
…annars er bara planið að koma með auka póst með smotterí-i sem ég ætla að deila með ykkur.
Þangað til, þá getið þið smellt hér og skoðað bæklinginn í heild sinni 🙂
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Öss hvað þessi póstur kom á réttum tíma….er einmitt á leið í RL á morgun 😛 Margt rosalega fallegt þarna 🙂
Geggjað er sko farin í rúmfó 🙂 takk fyrir mig ljúfust 😘
Alltaf gaman að fara í RL……í eigin persónu eða með aðstoð póstlistans…ekki verra að hafa leiðsögumann með í för…..betur sjá augu en auga…takk fyrir mig…..
Arg elska þessa pósta – góðir til að benda manni á allt sem manni langar í …. en veit ekki af (“,)