Skreytingakvöld Blómavals…

…er haldið í Skútuvogi í kvöld, og annað kvöld, á milli 19-21.
Þarna eru sérlega færir, flinkir og flottir skreytarar að reiða fram allt það besta sem þeir hafa að bjóða fyrir jólin, og var ég beðin um að vera gestaskreytari bæði kvöldin.  Ég þáði þetta góða boð að sjálfsögðu þar mér finnst bara ótrúlega gaman að fá að vera með í þessum glæsta hópi – og svo finnst mér alltaf svo gaman að fá tækifæri til þess að hitta ykkur.

Ég er nefnilega sérlega meðvituð um það um þessar mundir, hvað ég er ótrúlega heppin að hafa fengið tækifæri til þess að snúa þessari ástríðu minni og áhugamáli – sem þessi skreyti- og breytiárátta er – yfir í atvinnu.  Þetta eru þvílík forréttindi sem ég er mjög meðvituð um að eru ekki sjálfgefin og er æfinlega svo þakklát fyrir ykkur öll sem hafið fylgt mér í þessari vegferð minni ♥

Í gær var ég niðri í Skútuvogi að undirbúa, og týndi til efni og raðaði saman í hausnum á mér því sem mig langaði að gera – og ég var svo spennt, og svo ótrúlega glöð.  Mér finnst þetta svo skemmtilegt – það er bara þannig.  Allt sem ég er að gera núna, er það sem ég elska svo mikið að gera í lífinu.  Að finna til fallega hluti og raða þeim fallega saman, að taka gamla hluti og finna í þeim forna fegurð, að taka basthring og mosa og gera úr þessu krans – sem getur verið heilt ævintýri.  Ég veit að þetta hljómar dramatískt, en þetta er bara svona – lífið er uppfullt af fallegum hlutum, og þó þetta sé ekki neitt kraftaverkastarf – þá er það á vissan hátt endalaust göfugt og gefandi að finna fegurðina í öllu sem í kringum okkur er.
Það kostar ekkert að koma á þessi kvöld – en endilega skráið ykkur með því að senda póst á namskeid@blomaval.is og svo er hægt að smella hér – til þess að skoða viðburðinn á Facebook.

Hlakka mikið til þess að sjá ykkur sem mætið í kvöld – og munið, endilega koma og heilsa!
Svo bara enn og aftur, í lokin – takk fyrir mig og takk fyrir að vera “memm”  ♥

1 comment for “Skreytingakvöld Blómavals…

  1. Margrét Helga
    22.11.2017 at 08:53

    Langar svo til að koma en því miður kemst ég hvorugt kvöldið.

    En já…að vinna við áhugamálið sitt er ómetanlegt. Segi einmitt hverjum sem heyra vill að maður á að finna sér atvinnu sem manni finnst skemmtileg. Þótt hún sé kannski ekki eins vel borguð og eitthvað annað þá er svo miklu betra að hafa gaman af vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Það er meira virði en nokkrir þúsundkallar, jafnvel tíuþúsundkallar. Skemmtu þér vel í kvöld mín kæra 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *