…er það ekki viðeigandi. Ég sýndi ykkur myndir af ójólaðri forstofu og svo nú með dass af jólum.
Fyrst þarf að tæma í burtu – og það sést vel hversu mikið litlu hlutirnir gera fyrir rýmið. Án púða og alls þess smáa, þá er þetta bara skel…
…og svo – dass af jólum. Fann þessa geggjuðu grenilengju með könglum í Blómaval…
…og alveg æðislega fínlega seríu. Þetta er led-sería, en með hlýrri og fallegri birtu og agnarsmáum ljósum…
…ótrúlega falleg og fínleg sería…
…síðan fann ég þrjár svona hvítar stjörnur í mismunandi stærðum…
…og í fyrstu setti ég minnstu í lengjuna, og miðstærðina í kransinn. Kransinn er líka gervikrans úr Blómaval…
…á bekkinn setti ég síðan tvo falleg gervitré…
…kransinn finnst mér ææææðislegur – svo raunverulegur en endist að eilífu amen…
…ég tók líka nokkrar svona frosty greinar og klippti þær niður og stakk inn á milli á lengjunni…
…svo fékk ég sendingu sem ég var búin að panta mér frá USA og elskuleg vinkona var svo góð að koma með heim. Úr nýju Target-línunni hjá Joanna Gaines og þeim Fixer Upper-hjónum. Smella hér til að skoða nánar…
…ég átti erfitt með að ákveða hverja ég vildi, þannig að ég fékk mér bland í poka – 5 sokkar fyrir 5 fjölskyldumeðlimi..
…og upp fóru þeir – þessar elskur…
…trén fallegu voru færð niður á gólf…
…og ég stakk stæðstu stjörnunni svona til hliðar aftan við kransinn, fannst það koma skemmtilega út…
…vá hvað ég er að jóla yfir mig við að sjá þetta… …og jú, ég fékk mér líka jólabjölluna frá sömu línu – mér finnst hún æðisleg…
…hérna sjáið þið líka frostgreinarnar með lengjunni, og sjáið bara dúskana á sokkunum…
…og öðruvísi dúskar…
…og bjallan – þessi smáatriði – það sem ég elska þau…
…ég held bara næstum að jólin séu komin í forstofunni ♥♥♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Yndislega flott dúlludúskurinn þinn 😉 Hlakka til að sjá restina af jólaskreyttu húsi!
Ohh alveg búin með mína eða ekki 😖
Forstofan var nú glæsileg fyrir en nú hreint út sagt Gordjöss (“,)
Í snjóstormi austur á fjörðum dreg ég fram eitthvað jólajól, full af ferskum hugmyndum frá þér 🎄 Takk fyrir ofur smarta smekklega kona, þú gerir daginn minn betri ❤️
alveg dásamlegt að skoða póstinn þinn