…ég var náttúrulega búin að lofa fleiri Mola-myndum í seinasta pósti um nýju hurðina. Það er víst ekki annað í stöðunni en að standa við stóru orðin.…það sem ég elska skuggana af fallegu stjörnuljósinu okkar…
…og ég var svo heppin um daginn að eignast gullfallega Loops-teppið eftir hana Ingibjörgu Hönnu, en við vorum einmitt saman í bekk í “gamla” daga. Svo vorum við reyndar góðar vinkonur og í kór í mörg ár. Ég er lengi búin að vera með augastað á teppinu og loks er það mitt…
…dásamlegt ullarteppi, sem er svart öðru megin og hvítt hinum megin…
…þið getið smellt hér – til að skoða það nánar…
…annars er ég mjög svört og hvít á ganginum núna, en mér finnst það koma svo vel út með hlýjum veggjunum, en þetta er SkreytumHús-liturinn sem er á veggjunum…
…og þið getið rétt ímyndað ykkur hver á sitt nýja uppáhalds pláss í húsinu…
…þar sem hann getur setið og fylgst með ferðum fólk, til og frá húsinu…
…sjáið þetta krútt bara…
…já, það eru ekki bara mannaferðir – það eru líka ferðir fugla…
…og eitt annað – ég gleymdi að vara við. Þetta er svona 100MolaMyndaPóstur 🙂
…því hann myndast bara svo fjári vel þarna inni…
…ákvað samt örstutt að beina myndavélinni á hinn vegginn og sýna að þar er nú líka eitthvað fínerí…
…og svo hef ég svo gaman af svona smáatriðamyndum…
…en aftur yfir á Molann…
…maður getur nú alveg fengið afskammt af krútti af því að fylgjast með honum…
…litli sæti…
…já, ég veit að það er óþolandi að skoða svona margar svipaðar myndir, en þið verðið þá bara að segja mér hverjar á að taka út – því ég bara gat ekki valið…
…sætur með opinn augu…
…sætur sofandi…
…sætur ofan frá 🙂
…ok, hætt núna – vona að þið eigið yndislegan sunnudag fallega fólkið mitt ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Molinn er alltaf fallegur 😀 en hann hefur stækkað svakalega mikið síðustu myndatökur sýna það sko 😉
Eigðu góðan sunnudag, hér vorum við að búa til ömmujólagjöf 🙂 bara frá stráknum mínum. Voða næsipæsi tími 🙂
kv að norðan AS
Forstofan kemur vel út, svona jóluð 😍 reyndar líka ójóluð en það er annað mál 😊 og Molinn alltaf flottur 😘
Jesús hvað hann er fallegur hann Moli <3 og forstofan æði 🙂