…jæja þá! Eins og þið vitið sem hafið fylgst með á snappinu (soffiadoggg) þá erum búin að standa í stórræðum heima fyrir. Ekki nóg með að nóvember sé komin hér af fullum krafti, jóló smóló í öllum hornum og allt sem því fylgir – heldur vorum við að standa í því að skipta út bæði útihurð og líka bílskúrshurð. Svo sem bónus þá eru tvö barnaafmæli sem við skuldum síðan í júlí – dææææææs.
En hvað var ég að fara tala um, já hurðin!
Hér er hurðin okkar gamla. Sú var orðin helst til þreytt, svo vægt sé til orða tekið. Glerið var ónýtt og hurðin lak eins og hún væri á launum við það. Ef það rigndi þá þurftum við að fjarlægja mottu og setja handklæði við hurðina. Fremur hvimleitt dæmi… …við fórum því á stúfana að leita okkur að hurðum og enduðum í Byko (að gefnu tilefni skal það tekið fram að við keyptum hurðarnar sjálf!). Það var nóg af útfærslum til og svo þurfti bara að velja, það er stundum erfiðast…
…bentu í austur, bentu í vestur – bentu á litinn sem þér þykir bestur. En þó að úrvalið hafi verið nóg, þá enduðum við bara í svörtum, þar sem okkur þótti það vera klassík sem við yrðum ekki leið á. Eins vorum við líka að velja bílskúrshurð og hún átti að vera í sama lit…
…ég var mjög spennt fyrir að breyta svolítið útliti hússins, fyrst við vorum að þessu á annað borð. Í stað þess að setja þrjá glugga og svo hurð, eins og áður var, þá koma núna tveir glugga, hurð og svo einn gluggi. Eins er kominn gluggi fyrir ofan hurðina.
Það er samt mjög mikilvægt að taka öll mál mjög nákvæmlega – og helst að fá þann smið eða þann sem kemur til með að hjálpa til, til þess að mæla með ykkur. Þegar við vorum komin með málin – þá var það bara sölumaður hjá Byko sem setti þetta upp fyrir okkar þannig að öll mál gengu upp. T.d varð bréfalúgan að koma á hurðina sjálfa, því að hver gluggi var of mjór til þess að lúga kæmist fyrir þar á milli…
…því var staðan svo árla laugardagsmorguns – Moli var ekki að skilja neitt í neinu – hurðin farin í heilu lagi. Þó er gott að nefna það að hurðin okkar gamla fékk framhaldslíf í hesthúsi, sem gleður mig að þurfa ekki að farga hlutunum ef hægt er að nýta þá…
…Molinn þokar sér nær…
…hurðin kom bara svona, á stóru bretti og tilbúin til innsetningar…
…það voru þrír hraustir menn sem settu hurðina í, en hún er mjög massíf og þung…
En hún kemur líka alveg tilbúin, með gleri og bréfalúgu. Með vatnsbrettum og öllu slíku……ég stökk auðvitað beint inn, um nýju hurðina, og myndaði útsýnið að innan líka…
…og þvílíkur munur að fá dagsbirtuna streymandi inn þarna megin líka…
…þið sjáið bara hvernig allt fyllist af ljósi…
…og það skemmtilega er hvernig mér finnst allt orðið svo fallegt í forstofunni með hurðina svona svarta. Ég get meira segja sagt ykkur að flísarnar eru eiginlega hættar að angra mig eins mikið – en við höfum aldrei náð almennilega saman – ég og flísarnar sko…
…en í það minnsta – taaaadaaaaa…
…ég er ekkert að skafa af því þegar ég segi að ég fæ í hnén þegar ég horfi á hurðina mína sko. Svo verð ég að benda á litla glugghausinn sem þið sjáið þarna – krútt haus…
…pælingin er að mála þakkantinn og gluggakarmana svart líka næsta sumar. Svo kemur í ljós hvað verður…
…svona var hurðin að innnan fyrir…
…og núna eftir…
…hurðin fyrir……hurðin eftir…
…og hvað hún kemur nú vel út með rennihurðinni sem við gerðum inn í þvottahúsið (sjá hér)…
…það munar líka svo ótrúlega miklu að fá meiri dagsbirtu þarna inn…
…svo þegar sólin skín á spegilinn, þá kemur svona líka skemmtileg speglun…
…og það sem ég þarf að mynda betur og sýna ykkur, en núna þegar maður gengur heim að húsinu, þá blasir hurðin við – hún er ekki svona “falin” til hliðar, heldur gengur þú bara beint að henni. Svo er stjarnan á mottunni líka skemmtilega miðjusett núna…
…það er nú ekki lítið hversu gaman það er að breyta þegar vel tekst til. Svo ekki sé minnst á einföldu gleðina sem fylgir því að það flæðir ekki inn í rigningu – amen fyrir því…
…svo verð ég að sýna ykkur í næsta pósti myndir úr forstofunni, með Molanum á nýja uppáhalds staðnum sínum.
Hvernig lýst ykkur annars á?
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Má forvitnast um verð á “hurðastykkinu” öllu, styttist í að sama framkvæmd verði nauðsynleg a mínu heimili? Afar falleg ☺
Mjöög fallegt!
Gjöööðveikt flott 🙂 Ég hugsaði nú bara “sjúkkitt að hurðaísetningarmennirnir sneru þessu áður en þeir settu þetta í”. Hefði ekki verið gott að fara inn um hurðina á hlið, eins og hún sneri á fyrstu myndinni 😛
Til hamingju með hurðina, þvílíkur munur! Æði 😀
Geggjað flott…en hvaðan er mottan ?
Vá hvað þetta er flott, og sjá Mola krúttið ti hi hi
Mjög mikil og falleg breyting bæði á húsinu og eins bílskúrnum 🙂 Til hamingju með þetta !
Nú fékk ég endanlega andann yfir mig, hef miklar þetta svo fyrir mér. Æðisleg breyting, ég er að spá í að vera með póstkassa í staðin fyrir lúgu 😉
Mikil breyting,mjög flott hjá ykkur👌
Þetta er aldeilis flott og Molinn mjög ánægður 🙂
Hurðu … hún er æði!!! 🏠
VÁ!!!! meiriháttar flott hjá ykkur og vel valið 🙂 Skil vel pælinguna með gluggana, gæti orðið virkilega flott.
Til lukku 🙂