…ég fæ svo mikið af fyrirspurnum frá ykkur sem búið úti á landi, og þið eruð að biðja um hlekki á hitt og þetta fallegt til kaups. Ég ákvað því að kíkja í netverslunina hjá Húsasmiðjunni/Blómavali og sjá hvort að ég finndi ekki sitthvað fagurt sem væri hægt að benda ykkur á.
Snjóuð jólatré – smella
Þetta er eitthvað sem ég er ferlega spennt fyrir í ár, veit ekki afhverju,en ég er alveg veik í þau…
Bambar – smella
Ég þarf vart að segja meir – en þessir eru algjör krútt, og líka mjúkir og færu því sérlega vel á pakkann
Jólatrésskraut – smella
Ótrúlega mikið úrval af fallegum kúlum, og skemmtilegt að blanda svona saman mismunandi áferðum. T.d. eru þessar svona kopar/bleikar og færu t.d. sérlega vel með hvítum kúlum.
Snjókorn – smella
Þessi eru æðisleg! Hengja í glugga í misjöfnum hæðum, eða setja á pakka eða bara…endalausir möguleikar.
10 saman í pakka…
Hvítir bambar – smella
Sjáið þessa bara fyrir ykkur innan um greni og gervisnjó, með nokkrum könglum – lof it…
Fuglar á klemmu – smella
Frá því að ég var pínupeð, þá sátu alltaf fuglar á greinunum á jólatré bernsku minnar. Mér finnast því fuglarnir alveg ómissandi með á jólum.
Gluggaskraut – smella
Filtrenningar til þess að setja í gluggann, bara sætt…
Ísbirnir – smella
Ég er með ísbirni á heilanum þetta árið, og þessir eru bara sætir…
Krúttleg hreindýrahjörð – smella
Dásamlegir og dulítið retró, ég tæki eflaust bandið af þessum…
Dýraskraut – smella
Dásamlegt pakkaskraut, eða bara beint á tréð, eða á kertastjaka eða…
Hvítar stjörnur – smella
Þessar eru æðislegar og hægt að setja næstum hvar sem er…
Gyllt dádýr – smella
Svona eru t.d. falleg á diskana á jólaborðinu, eða við glasið…
…hér eru silfur sem ég notaði fyrir löngu síðan…
Mér fannst eins og það vantaði aðeins hreindýr á þennan lista, þannig að ég bætti þessum hérna við – ótrúlega glæsileg 😉
Gervikrans – smella
Þessi finnst mér sérlega fallegur…
Mjó jólatré – smella
Þessi eru t.d snilld í barnaherbergin…
Mjótt tré 180 cm – smella
Hvítt mjótt tré – smella
Basthringur – smella
Geggjað utan um jólatrésfótinn…
Þannig að hér sjáið þið í það minnsta sitt hvað, sem ég rak augun í.
Finnst ykkur eitthvað varið í svona upptalningarpósta? 🙂
Vá hvað èg er glöð 👏👏👏nú hefst jolaskrautsverslun 🎄 Takk æðislega algjörlega það sem mig vantaði að vita, vissi að ég gæti skó treyst á þig 😘
Æðislegt! Margt þarna sem mig langar i 😊 takk 😘
Lov <3 þetta er æði 🙂 takk svo mikið sérstaklega gylltu bambarnir 😀
Frábært, takk fyrir
Já frábært að fá svona 🙂 þetta var flottur póstur.