Nóvember genginn í garð…

…og eins og ég sagði ykkur í póstinum í gær, þá varð ég alveg þvílíkt skotin í Riverdale-vörunum í Blómaval.  Í samvinnu við Blómaval fékk ég að velja mér nokkra hluti sem voru að heilla og setja upp á “minn” máta.  Svona fyrir ykkur að sjá…
…í alvöru talað sko, þetta er gordjöss!  Ég setti upp ímyndað kaffisamsæti fyrir mig og einhverja góða vinkonu…
…smá svona kózýstemmingu sem gæti hentað vel…
…auðvitað eru það litlu hlutirnir sem að gefa þessu lit…
…og það er líka alltaf svo gaman að bæta þeim við, eins og kertum og servéttum…
…og þið vitið hversu skotin ég er alltaf í svona textahlutum, og hér förum við alla leið…
…og ef þetta er ekki pikk-mí-up-bollinn á hvaða degi sem er, þá veit ég það ekki…
…mér fannst líka þetta smáatriði, sem textinn á handfanginu er, alveg geggjað…

…plús að ég sé þetta sem algeran tímasparnað – liðin er sú tíð er eiginmaðurinn horfir ringlaður í kringum sig og segir: “hvert viltu fá brauðið?” 🙂
…eða hvaða kaffibolli?
…hafið þið smakkað þessar súkkulaðihúðuðu kasjúhnetur?
Þvílíka sælgætið – svo er þetta pörfekt gjöf fyrir þann sem allt á.  Eitthvað gott að maula og falleg ílát – getur ekki klikkað…
…og þetta er líka bara fallegt…
…svo þar sem nóvember er genginn í garð…
…þá fannst mér nóvemberkaktus vel við hæfi.  Það voru tvær stærðir og þessi var minni týpan, á um 800kr…
Eins fannst mér litli “potturinn”, sem er kertastjaki, æðislegur.  Bónus, þetta er líka kertastjaki 😉
…og já, þessi nóvemberkaktus er hvítur – big like…
…mér finnst hann mjög fallegur svona ljós og hlakka til að sjá hann blómstra…
…þetta er svona ekta sem ég fíla, smá svona rustic og hvítt í bland…
…stafirnir eru svo bara bónus…
…svo er það þessi vasi, sem er með eucalyptus-greinum, er líka truflaður…
…hann kostaði eitthvað um 2000kr sem er gjöf en ekki gjald – svo flottur fyrir svona greinar og ég sé líka alveg rósir fyrir mér í honum…
…svo er það þessi bakki, mamma mia þessi bakki sko…
…mér finnst hann svo truflað flottur sko…
…mjög stór og bara geggjað í svona industrial farmhouse-stíl.  Salad-skálinn er líka æðisleg…
…svo er snilld eiga svona gerviávexti – sér í lagi til þess að hafa í glerkrukkum…
…annars vonast ég bara til að sjá sem flesta í kvöld – og munið, þið verðið að koma og heilsa ♥
Vona að þið eigið yndislegan dag ♥♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

2 comments for “Nóvember genginn í garð…

  1. Margrét Helga
    01.11.2017 at 10:01

    Hrikalega flott hjá þér….eins og alltaf 🙂 Mjög fallegar vörur, þessar frá Riverdale 🙂

  2. anna sigga
    01.11.2017 at 13:07

    Oh vildi ég væri í borginni 😊fallegar vörur og ein hugmynd dúkkaðu upp að jólagjöf 😊 takk fyrir 😊😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *