Vetrargluggi…

…eins og ég sagði frá í seinasta pósti, þá valdi ég nokkrar vörur í samvinnu við Byko. Þannig að þeir hlutir sem þið sjáið í þessum pósti, fyrir utan eldhúsljósin mín auðvitað, eru úr Byko… Það sem varð fyrir valinu var í raun skraut sem gæto allt eins kallast vetrarskraut. Það sem ég er að nota er:
Hlerar – eru svo sannarlega fyrir allt árið  
Snjókorn – hvít og viðarlituð  
Litlir kristallar 
Glerkúpull
Viðarjólatré – stórt og miðstærð
Lítið skraut – notað í kúpulinn
Grænar furu- og berjagreinar
…eitt af mínu uppáhalds voru þessir hérna hlerar, ferlega flottir og kostuðu rétt um 2700kr…
…og þið sem mig þekkið vitið hversu veik ég er fyrir fallegum glerkúplum sko – og þessi var æði, með trébotni og leðurreim í toppinn…
…alveg dásemd sko…
…snjókornin eru mjög stór og gerðarleg…
…og kristallarnir alveg æði…
Þið getið smellt hérna fyrir neðan til þess að sjá hversu fallegir kristallarnir eru í raun:
2017-10-26 18.04.42 …í það minnsta – mér finnst verða sérlega kózý stemming í eldhúsinu núna!
…og hún er í raun alls ekkert síðri að degi til!
…fallegu skrauthlerarnir í björtu…
…dásemdar trén…
…snjórkornafans…
…glerkúpullinn
…svona er pakkinn með smádótinu…
…og tréð finnst mér æði!
…enda fór það rakleiðis á kúpulinn…
…smá skraut…
…awwwww kjút!
…og þar sem ég var ekki búin að finna skrautjólasnjóinn minn, skellti ég bara smá flórsykri yfir!
Annars segi ég bara eigið yndislegan sunnudag ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Vetrargluggi…

  1. Eybjörg
    29.10.2017 at 21:17

    Sæl.
    Geggjaður gluggi!
    Ertu til í að segja mér hvað hlerarnir heita eða senda mér link á þá? Finn þá alls ekki…

  2. erla
    30.10.2017 at 10:30

    Mannstu hvað jólatrén kosta ?
    svo kózy og skemmtileg stemming, manni fer að langa til að jólast aðeins 🙂 😀

  3. Anna Jónsdóttir
    30.10.2017 at 15:43

    mjög fallegt og smekklega valið samanGetur þú sagt mér hvað kristalarnir kostuðu. kveðja Anna

  4. Margrét Helga
    31.10.2017 at 11:53

    Ó só jóló! 🙂

  5. Ólöf Edda
    03.11.2017 at 08:40

    Dásamlegt eins og alltaf 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *