Stofan…

…stundum er ágætt að taka einn póst og tala bara um alls konar í einu og sama rýminu.  Bæði hvaðan allt er, eða svona mest allt, og eins af hverju maður er með hlutina eins og þeir eru.  Hér er slíkur póstur og ég vona bara að þið hafið gaman að…
…eins og oft hefur komið fram, þá eru sófarnir Stocksund frá Ikea.  Við erum bæði með ljóst og dökkgrátt áklæði á þá til skiptana, og ég varð að ítreka ánægju mína með að geta breytt svona mikið til með því að skipta um áklæði.  Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta þvegið allt af sófanum.  Það er bara snilld! Mig langar reyndar mjög mikið að fá mér líka ljósgrátt áklæði, en get bara ekki með góðri samvisku réttlætt það fyrir mér að svo stöddu…
…arininn var keyptur notaður á Bland fyrir rúmum 5 árum.  Þetta er svona gelarin og þeir sjást reglulega til sölu enn í dag.  Þessi var svona hvítur og ég þurfti því ekkert að gera annað en að leika mér að því að raða ofan á hann…
…einn af þessum hlutum sem ég er alltaf spurð um þegar sést í hana er klukkan mín góða.  Þessi er úr Rúmfó en fæst ekki í dag, en hins vegar fást svipaðar í Innlit í Ármúla
…ég leik mér reglulega að því að skipta út teppum og púðum, og það er ótrúlega hversu mikið það getur breytt.  Teppið á myndinni er úr Rúmfó – hér er svipað
…vasinn fallegi er Flora frá Módern og fékk ég hann í afmælisgjöf.  Ég sá einmitt á Facebook-síðu þeirra að þessir vasar voru að koma aftur…
…hinir vasarnir þrír sem sjást þarna í bakgrunni eru Love Song frá Kahler, og fást víða. t.d. í Módern og Líf og list…
…við endavegginn í stofunni eru hillarnar okkar góðu, Hyllis-hillubreytingin, sem gjörbylti stofunni.  Það er fátt sem hefur breytt jafn miklu hérna inni eins og þegar við gerðum þetta prýðis DIY, þið getið skoðað póstinn með því hérna (smella)
…þessir tveir stjakar koma báðir úr Góða Hirðinum.  Þegar ég finn muni með fallegri viðaráferð þá tími ég bara alls ekki að mála þá, og þessir hafa fengið að halda útliti sínu frá því ég eignaðist þá…
…þessi hnöttur er nýlegur, keyptur á útsölu í Pier á Akureyri núna í haust…
…gömlu leðurpullurnar sem sést glitta í, eru snilldar sæti við sófaborðið fyrir krakkana.  Þarna er eðal að sitja og borða morgunmat um helgar og glápa á sjónvarpið…
…grúbba saman, eins og myndirnar á veggnum – eða bara bækurnar á bakkanum.  Svo eru bakkar auðvitað snilld til þess að láta ólíklegustu hluti passa líta út fyrir að eiga saman…
…liturinn á veggjunum er Draumgrár frá Slippfélaginu – og fallegi Álftapúðinn er frá Lagður, sá á bakvið er úr Rúmfó (hér).  Fallegi hvíti vasinn var keyptur í Módern og er í miklu uppáhaldi…
…aftasti púðinn er frá Ikea, en hinir tveir voru keyptir á Spáni í sumar…
…hillan okkar góða er annað DIY, þið getið lesið allt um hana í póstinum hér (smella). Grái skemillinn er hins vegar nýlegur og fæst í Rúmfó (fæst hér)
…kertastjakarnir eru gamlir úr Rúmfó, minnir að þeir hafi kostað tveir saman um 750kr.  Svakalegt sko…
…þá er flest upptalið – svo eru það auðvitað “reglurnar”…
Nokkrar góðar “reglur”:
1. Vefnaðarvörur, púðar – teppi – mottur – gardínur og annað slíkt, breyta rýminu!  Mikilvægt er að finna mismunandi áferðir og blanda saman t.d. andstæðum, fínu og grófu.  Mjúku og hrjúfu.  Einfaldasta leiðin til þess að láta sófann vera eins og “nýjan” – púðar og teppi.2. Það þarf ekki alltaf að kaupa nýtt!  Stundum er bara hægt að horfa á gamla dótið sem þú átt fyrir og breyta því. Dæmi: sófaborðið okkar frá 1999 sem ég málaði einfaldlega neðri hlutann á (sjá hér) – eða taka gamla ónýta klukku og breyta í Maríu-skáp (sjá mynd)
Eða gamall rugguhestur frá Jón Indíafara-tímabilinu, sem fannst á bílskúrssölu og fékk smá málningu og meikóver.
3. Safnaðu saman í grúbbur!  Ef þú átt mikið af vösum, kertastjökum eða styttum, eða bara hverju sem er, þá er fallegt að stilla hlutunum upp í grúbbum.  Með því að raða saman nokkrum “eins” hlutum er oft hægt að fá skemmtilegt safn og þá virkar ekki eins mikið “allt út um allt”.

  Svo er líka svo gott að raða ekki hlutum einum og einum, nema þeir séu þeim mun stærri. Dæmi: tveir kúplar saman – stór lampi stendur einn, júsí!4. Allt verður fallegra með blómum!  Afkorin blóm, silkiblóm eða pottaplöntur. Þetta er bara staðreynd og þarf varla að hafa fleiri orð um það.  Svo er þetta líka góð leið til þess að koma með fallega liti inn í rýmið.
5. Færðu hlutina til! Ef sófinn hefur alltaf staðið upp við einhvern vegg, því ekki að prufa að færa hann aðeins til?  Skipta út litlum hliðarborðum.  Setja nýja mottu.  Persónulega mæli ég með að láta fæsta hluti standa fast upp við vegg, fyrir utan auðvitað hillur og skápa.  Ef þið eruð með sófa við vegg, prufið að draga hann ca 20 cm frá.  Þá er hægt að koma t.d. fyrir mjórri hillu á bakvið sem hægt er að raða á og gera skemmtilega stemmingu.  Eins t.d. með kommóður, aldrei ýta þeim alveg inn í horn – hafið frekar bil á milli mublu og veggjar og þar má koma fyrir pottablómi, eða körfu, eða bara gefa hlutunum pláss til þess að “anda”.  Góður punktur, sem virkar á flesta eiginmenn t.d. – ef sófinn stendur ekki fastur við vegginn, þá þarf sjaldnar að mála.  Málningin er ekki að nuddast upp við húsgagnið.
…ég vona að þið hafið haft gaman að og þessi póstur verði einhverjum til gagns.  Ef spurningum er ósvarað, þá bara endilega skellið þeim hér fyrir neðan og ég skal reyna að svara eftir bestu getu.  Annars segi ég bara njótið dagsins í dag og knúz ❤️
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

14 comments for “Stofan…

  1. Elín Guðrún
    24.10.2017 at 08:42

    Þegar maður er búin að lesa póstinn þinn þá fær maður alltaf óstjórnlega löngun til að gera eitthvað… núna er ég loksins að fara að henda/selja/gefa það sem ég vill ekki hafa inni hjá mér..og ætla að fara að “rútta til”.. þannig að þessi reglupóstur er bara af því góða. 🙂

  2. Margrét Milla
    24.10.2017 at 08:43

    Snilldar ráð 😀 takk fyrir. Og þar sem ég kann ekki að svara snappi þá endilega haltu áfram að blaðra, mér finnst það æði.

  3. Kristín Hólm
    24.10.2017 at 09:13

    Takk fyrir þennan póst. Svo skemmtilega vill til að í dag er tiltektardagurinn mikli í stofunni minni; öllu svona innískáp-dóti verður mokað út á gólf og það sorterað í geyma/gefa hrúgur. Pósturinn þinn gaf mér aukaorku til að fara í þetta mikla og stóra verk. Takk fyrir að vera til fyrir okkur hin 🙂

  4. Margrét Helga
    24.10.2017 at 13:32

    Segi það sama og hinar, takk fyrir póstinn…hrikalega gott að hafa svona regluverk fyrir manneskju með mikla vankunnáttu í skreytibreytitækni 😉 Þú ert æði!

  5. Heiður
    24.10.2017 at 20:44

    Sæl
    Þú minntist á mottur til að breyta rýminu , hvernig velur maður mottu m.t.t rymisins ss að stækka rýmið (stofuna) en ekki minnka það. Er með sofa á 3 vegu , upp við veggi og vantar mottu til að binda þetta saman og stækka rýmið . Spennt að heyra.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.10.2017 at 00:11

      Myndi ráðleggja þér að vera með stærri mottu frekar en minni, reyna að passa að framlappir sófa passi helst ofan á hana. Spurning hvort að þú ættir ekki að sýna mynd svo auðveldara sé að ráðleggja þér. Hér er samt skýringarmynd sem er mjög góð að mínu mati! Myndi sjálf helst kjósa miðjumyndina.

  6. Anna Ólafs
    25.10.2017 at 10:28

    Hæ hæ. Er að fara að skipta út sófanum mínum fljótlega. Eru reglur með sófa? Verður að vera 3+2 eða má vera með 3+1+1+1 eða. Hvað sefir þú? Er bara með 1 vegg sem sófi getur verið upp við. Annars eru þeir frístandandi og svo langar mig að hafa húsbóndastól. Ætla þessa stofu ekki undir sjónvarpsstofu.
    Þakka þér svo kærlega fyrir bloggið þitt og snappið. Mjög fróðlegt og skemmtilegt.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.10.2017 at 23:25

      Engar reglur varðandi sófana, nema bara að velja vel og helst stærð/eða fjölda sófa sem passar inn í rýmið. Við erum t.d. með 2x 3manna og svo legubekkinn. Ef þetta er ekki sjónvarpsstofa þá ertu enn meira frjáls því það þarf ekki endilega að vera pláss fyrir alla til þess að fleygja sér upp í 🙂

      Vona að þetta hjálpi eitthvað – og gangi þér vel!

  7. andrea
    25.10.2017 at 14:48

    Geggjað blogg 🙂 hvaðan eru sófarnir ?

    • Anna Ólafs
      25.10.2017 at 15:27

      Ikea 😀

  8. Berglind Ósk Þráinsdóttir
    05.11.2017 at 21:37

    Svo flott hjá þér! Getur þú ekki aðstoðað fólk sem er í skipulagsbugun?😊

  9. Theodóra Einarsdóttir
    10.03.2019 at 08:38

    Meiriháttar flott !

  10. Þorbjörg G. Jónsdóttir
    11.03.2019 at 11:15

    Takk fyrir.
    Getur maður fengið frekari aðstoð hjá þér?Mér fynnst ég aldrei geta gert svona kósí stofu og kanski fyrir að allt mitt er svo gamalt 😂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.03.2019 at 15:04

      Kærar þakkir! Getur sent mér skilaboð 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *