Elly…

…ég verð bara að deila með ykkur smá upplifun.  Við fjölskyldan fórum núna um daginn á sýninguna um Elly Vilhjálms í Borgarleikhúsinu.  Við systurnar fórum, ásamt mínum maka, einni systurdóttur og svo frænku okkar.  Síðan tókum við auðvitað mömmu og pabba með.  Þessi sýning er hreint út sagt dásamleg.  Ég varla nógu sterk orð til þess að lýsa þessari upplifun, en ég sat bara og grét í sætinu mínu á tímabili.  Allir leikarar eru stórkostlegir, og þá auðvitað sérstakleg Björgvin Franz og Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem Elly er bara, já hvað skal segja – Elly.  Þessi tónlist er líka svo dásamleg og bara færir mann beint aftur í tímann.

Pabbi söng á sínum tíma með 14 Fóstbræðrum og svo karlakórnum Fóstbræðrum, og hann hefur því sungið með henni Elly á sínum tíma og hann átti ekki orð yfir þessu.  Það var alveg yndislegt að sjá hversu gaman foreldrasettið mitt hafði af þessu, og bara við öll.

Ég var svo upprifin að þegar ég kom heim þá hafði ég samband við vinkonur mínar og pantaði miða á aðra sýningu fyrir okkur þrjár.  Þannig að húrra, ég get ekki beðið!

Mæli svo sannarlega með þessari af heilum hug og hjarta!

2 comments for “Elly…

  1. Kristín Hólm
    23.10.2017 at 17:01

    Ég sá þessa sýningu í vor ásamt systur minni. Þá var hún í litlum sal, setið var við lítil borð, gestir voru að gæða sér á smáréttum og með eitthvað að drekka. Svona eins og það sennilega var þegar Ellý var að stíga sín fyrstu skref sem söngkona. Ég hef sjaldan verið jafn uppnumin yfir nokkurri leiksýningu og þessari, gat ekki sofnað þegar heim var komið. Stundum, meðan á sýningunni stóð, velti ég því fyrir mér hvort þetta væri ekki bara Ellý sjálf sem stæði á sviðinu.

  2. Margrét Helga
    24.10.2017 at 13:29

    Langar einmitt svo mikið til að fara á þessa sýningu! 🙂 Hef bara heyrt gott um hana…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *