Gott gláp…

…það er auðvitað heill frumskógur til af þáttum og efni, en mig langar að breyta aðeins frá innanhús- og skreytingapælingum og mæla með nokkrum af mínum þáttum. Sumir gamlir, aðrir nýjir en allir uppáhalds!  Þeir eiga það samt allir sameiginlegt að vera ekki glæpaþættir, heldur meira svona hlægja, gráta og grenja líka.  Ég reyndi að halda mig við þá þætti sem ég held að ekki allir viti af, fyrir utan þá This is Us.

This is Us
Þessa þekkja kannskir flestir, en þeir eru svona ekta fjölskyldudrama, sem lætur mann samt alltaf brosa í gegnum tárin – en munið samt að vera með snýtubréf, eða bíddu við – kannski bara handklæði eða lak. Held að þeir séu sýndir á Stöð2 en sjálf horfi ég á Hulu.com

Victoria
Period-drama eins og það gerist best.  Um ástir og örlög Viktoríu Englandsdrottningu. Sýndir á Rúv.

Outlander
Þessir eru í súper uppáhaldi þessa dagana.  Varúð samt að það eru mörg brútal-atriði, en þau þjóna öll tilgangi.  Það er ekki ofbeldi bara til þess að sýna ofbeldi. Þessir eru sýndir á Stöð2 og líka á Netflix.

Chaising Life
Þessir eru “gamlir”, frá 2014-15, og fjalla um April sem greinist með krabbamein.  Þetta hljómar eins og eintómt drama og sorg, en þeir eru alveg dásamlegir.

Grace and Frankie
Þessir eru á Netflix og eru hrein snilld.  Með Jane Fonda og Lily Tomlin, og hreint frábæru leikaraliði.  Dásamlega mannlegir og fyndnir.

Happy Endings
Þessir eru líka “gamlir” og hættir – 2011-2013.  En þeir eru súper fyndnir, klikkaðir og mér finnst þeir bara snilld.  Ekta svona til þess að glápa á einn og einn þátt.  Fannst líka nauðsynlegt að hafa smá svona léttmeti með.  Finnið þessa á Hulu.com.

2 comments for “Gott gláp…

  1. Margrét Helga
    22.01.2018 at 15:41

    Úúúúú frábært 😀 Kíki á eitthvað af þessu 😉

  2. Guðbjörg
    25.01.2018 at 22:59

    Takk fyrir þetta, horfi örugglega á alla þessa þætti 👍

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *