Smá svona DIY…

…jæja, það er nú fátt meira kózý svona þegar veðrið er að kólna, laufin að falla af trjánum og svo auðvitað að fjúka út í buskann, en að sitja inni og föndra eitthvað skemmtilegt.  Það þarf ekki að vera flókið og það er alltaf skemmtilegt að dunda sér við eitthvað smávegis.
Í samvinnu við Panduro í Smáralind, þá fékk ég að velja mér nokkrar flottar vörur og leika mér með þær. Það sem ég valdi var:
* Bakkar, 3 saman í setti
* Stenslar
* Föndurmálning
* Litlir svamppenslar
* Þunnur kortapappír, sem ég notaði reyndar ekki í þessum pósti
…ég byrjaði á að mála miðbakkann í sægræna litinum og notaði silfur á þann stóra…
…sægræni er mjög fallegur…
…draumafangarastensillinn er alveg snilld, og líka bara sniðugur til þess að teikna eftir honum á blað…
…venjulega þegar þið setið svona stensla á bakka, eða bara hvar sem þið ætlið að nota þá, þá er möst að festa þá niður með límbandi.  Hér var ekki þörf á slíku þar sem stensilinn smellpassaði innan í bakkann og var alveg fastur…
…svo var dúmpað yfir með svamppenslum í svartri málningu…
…mér fannst hún verða alltof “hörð” á silfur bakkanum.  Svo fannst mér silfrið ekki þekja nógu vel, þannig að hvað gerði ég?
Málaði allan bakkann svartann og gleymdi að taka mynd á milli…
…ég málaði bakkann aðeins gróflega – þannig að silfrið skín aðeins í gegn.  Ekkert pörfekt júsí…
…reynum aftur – því það góða í svona föndurdútli og dúllerí, að það má alltaf laga og breyta og bæta…

…hér sést hvað þetta smellpassar…
…dúmpað og dútlað…
…notaði hvítann í þetta sinn…
…og á meðan ég beið eftir að málning þornaði þá tók ég fram næsta stensilinn…
…hann þurfti að líma niður eins og sést hér…
…og svart varð það í þetta sinn heillin…
…og ég byrjaði með þessa tvo…
…og þetta var ekki neitt fullkomið samt, en kemur bara skemmtilega út…
…og svo var bara límt niður til þess að halda áfram að bæta við tannhjólum…
…en yfir að stóra bakkanum.  Þegar ég tók upp sá ég að ég hafði verið ansi hreint glöð með efnið þar sem línurnar áttu að vera fínar…
…og ég var alls ekki ánægð með hvernig það kom út…

…þá kemur aftur að því að þetta þarf ekki að vera fullkomið, því með því einfaldlega að setja smá málningu aftur á svamppensilinn, þá bara strokaði ég út það sem ekki var í lagi.  Þið sjáið ennþá útlínur, en það mætti bara fara yfir það með fínum sandpappír…
…svo prufaði ég að fara bara yfir aftur, en í þetta sinn með pensli…
…því þetta snýst svoldið um það.  En prufa aftur, að reyna betur, að læra á það sem maður er með í höndunum…
…og svona er útkoman núna!
Er þetta tilbúið? Nei.  Er þetta fullkomið? Nei, alls ekki.
Var þetta skemmtilegt? Ójá, allan tímann 🙂
…Svo er bara að prufa meira og aftur og læra og læra ♥

Það er síðan afsláttur í Panduro fram á mánudag, og þið getið skoðan þennan póst (smella) líka til þess að sjá meira af úrvalinu.

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

3 comments for “Smá svona DIY…

  1. 07.10.2017 at 13:50

    Alltaf gaman að föndra eitthvað. Maður veit nefnilega ekkert alltaf hvernig útkoman verður 😉

  2. Pálína Benjamínsdóttir
    07.10.2017 at 16:19

    Það er svo gaman að vinna með svona stensla og svampa. Þolinmæðisverk vissulega en hægt að gera svo margt skemmtilegt.

  3. anna sigga
    07.10.2017 at 22:26

    Það er gaman að nota stensla en nú vantar mig svona svampa fást ekki á ak en veit hvert ég á að snúa mér núna 😊 takk takk 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *