Innlit í Rúmfatalagerinn…

…ég fór í Skeifuna núna í vikunni, og það var ekkert smá mikið af alls konar fínu góssi komið í hús.  Síðan kom þessi líka fíni bæklingur og afsláttur og alles – þannig að ég varð bara deila með ykkur myndum af því sem fyrir augu bar.  Svona örstutt…
…þessi bakki finnst mér alveg geggjaður, er með þennan sjálf á sófaborðinu…
…eins þessi hilla, ég er að plana að nota svona inni í herbergi hjá unga manninum mínum…
…en hún gæti verið töff líka í eldhús (þessi hilla á myndinni var keypt erlendis) – og já, hengipottarnir eru líka úr Rúmfó…

…geggjað mikið af flottum púðum, ég var orðin smá veik fyrir öllum þessum grænu, muskulegu tónum…
…þessi hilla – lofit, annað sem er á listanum inn í strákaherbergið…
…flott skrifborð og stóllinn líka…
…þessi skápur – eitthvað svo beachy og geggjaður.  Beachy og industrial líka, skemmtilegt…
…fallega glerborðið “mitt”, vildi að ég hefði eitthvað pláss fyrir það…
…töff, og þessir barstólar geggjaðir…
…þarna er tvennt, hvíti bekkurinn í t.d. forstofu – snilld.  Síðan er það mjóa hliðarborðið, ferlega flott – sérstaklega út af neðri hillunni…
…sjáið það hérna, tvö saman og koma geggjað út! (smella hér til að skoða)
IMG_4452
…komið alveg ferlega mikið af flottum bekkjum (smella og skoða), sem er alltaf gleðiefni að mér finnst…
…falleg sófaborð…
…og þessar myndir gætu passað á ýmsa staði…
…heill hellingur af mottum til núna, og þær geta gjörbreytt rými, eins og við vitum…
…sjá hér – smella…
…sá líka að “Vintage”-mottan sem ég var með í stofunni (áður en Molinn flutti inn) er komin aftur…
smella hér og skoða
23-www-skreytumhus-is-052
…geggjað flottar, strigamyndir, og nokkrar týpur til…
…þessir eru geggjaðir – mig langaði eiginlega bara að fá mér 2-3 og gera svona falska franska glugga.  Líka ekta til þess að útbúa sér sinn eigin “Paul”…
smella hér til að skoða Paul
2013-10-15-172326
…ok þessi er æði! Súper gróf og rustic krítartafla…
…fansí ritvélamynd, mjög flott – glermynd…
…eitt af því sem ég er hvað mest spennt fyrir er þessi hérna Virum – smella

…skrifborð í stíl við hilluna, sem ég sýndi hérna í byrjun…
…og minni hilla…
…ég verð að segja að ég er mjög happy með allt þetta nýja sem er komið – virkilega flott og spenandi…
…alls konar smáborð sem passa hvar sem er…
…og skemillinn er geggjaður!  Þessi fékk að koma inn í stofu hjá mér…
…og þessi hérna – súper!Mæli með að þið kíkið betur á bæklinginn, en það er hellingur til viðbótar sem ég varð spennt fyrir og á eftir að bætast við á næstu vikum. Sá líka að það er 20% afsláttur af öllum húsgögnum og fannst því möst að deila þessu með ykkur í dag.
Smella hér til þess að skoða allan bæklinginn! 
Eigið góða helgi ♥
Image may contain: indoor
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Innlit í Rúmfatalagerinn…

  1. Svanhildur
    30.09.2017 at 08:08

    Vá æðispóstur …nú verð ég að skeppa í RLDesign 😉

  2. Kristín Hólm
    30.09.2017 at 13:35

    RL er alveg með þetta og gott betur. Ætla að koma einum svona margskiptum ramma heim til mín eftir helgina og kannski einhverju fleiru. Góða helgi og takk fyrir frábæran póst 🙂

  3. Margrét Helga
    30.09.2017 at 16:39

    Oh, Paul!! Var búin að gleyma honum 😀 En já…sé margt flott sem gæti passað inn í herbergi strákanna minna… 😉

  4. Anonymous
    30.09.2017 at 17:29

    Alltof mikið gjöðveikt stöff, uppáhald kritartaflan, púðar og margt fleira – skreppa í RL Design fyrir mig? (“,)

  5. Anna Sigga
    01.10.2017 at 11:35

    Allt æði!!
    og ég er like númer 100 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *