Helgin mín…

…í stuttu máli og nokkrum myndum – einkenndist af einskærri leti.  Svo mikilli leti að við höfum ekki einu sinni hreyft okkur út úr húsi.  Ég grínast ekki einu sinni með það sko!  Við nenntum svo ekki út að ég pantaði bara mat af Nettósíðunni, í stað þess að fara í búð – hversu miklir haugar erum við 🙂 ?
…á föstudaginn varð ég alveg steinhissa þegar mér barst pakki í hús.  Ég varð sem sé undrandi því þetta er afskaplega óvanalegt fyrir mig…
…en í þessum krúttlega pakka var sem sé boð í Ostaskólann hjá Búrinu, ótrúlega spennandi sko…
…og með var meira segja svona huggó glaðningur – ef þið viljið lesa meira um ostaskólann, þá er hægt að smella hér
…eitt af því besta við helgarnar er auðvitað að geta fengið að lesa frameftir og sofna með nebbann í bók ♥
…og ég get alveg sagt ykkur það, að stundum – þá eru svona rólyndishelgar bestar.
Sérstaklega í góðum félagsskap, eins og með þessum hérna tannlausa…
…veðrið var líka ekki upp á marga fiska…
…og búin að vera veikindi á heimilinu alla vikuna – þannig að þetta var svona batterýshleðsla…
…sést bara hversu þreyttur flotinn er…
…reyndar tókum við smá til í skúrnum, og ég sýndi t.d. hvernig við komum heilum helling fyrir af krakkadóti á litlum fleti…
…og svo er haustið auðvitað komið og því kveikt enn meira á kertum en vanalega.  Þið kannist kannski við þennan stjaka úr H&M-póstinum (hér) um daginn, en ég fann þennan á Nytjamarkaði hérna heima fyrir nokkrum vikum…
…sunnudagurinn var meira af því sama – rigning og rok…
…og því var bara eitt til ráða – pönnsur ♥…ekki amalegt, þegar maður nennir þessu…
…ommnommnomm…
…allir saddir, sáttir og sælir…
…en það verður engin leti næstu daga!
Við hjónin erum að skella að skella okkur til Parísar í nokkra daga og ég er hreint að tapa mér úr spenningi.  Hef aldrei komið þangað áður – en alltaf þráð að fara.  Fyrir þá sem vilja fylgjast með þá verð ég eitthvað inni á Snapchat og sýni eitthvað skemmtilegt þar vonandi – soffiadoggg ♥

Þar til næst: Au revoir mon amis ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

6 comments for “Helgin mín…

  1. Margrét Helga
    18.09.2017 at 08:08

    Yndislegt að eiga svona letihelgar af og til 😊 Goða ferð til Parísar og njótið mín kæru 😃

  2. Gurrý
    18.09.2017 at 08:15

    Aww yndislega París – njótið ykkar í borg ástarinnar. Það er svo fallegt þar <3

  3. anna sigga
    18.09.2017 at 10:18

    Góða skemmtun í parís 😊😊

  4. Dóra
    18.09.2017 at 21:57

    Maison du monde í París og BHV á Rue Rivolí er möst. Góða skemmtun !

  5. Linda
    19.09.2017 at 20:07

    Yndislegar svona helgar, góða ferð og góða skemmtun í París 🙂

  6. Birgitta Guðjons
    20.09.2017 at 11:09

    Njótið í París……..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *