…er kannski bara ágætt að taka smá hring í strákaherberginu, því framundan eru þónokkrar breytingar á rými unga mannsins……það er reyndar nokkrir nýlegir hlutir þarna inni, tjaaa kannski ekki nýlegir en nýhreyfðir til 🙂
…og það er ekki skrítið þó að bangsinn reki upp stór augu…
…því ef einhver er að spá í skrímslinu undir rúminu, þá eru þetta inniskór 😀
…pokarnir standa alltaf fyrir sínu, geyma bangsa, búninga og jújú, vopnabúrið. Þeir eru úr Rúmfó og fást hér (smella)…
…og ef þið kíkjið þarna undir kommóðuna, þá sjáið þið í tvo bakka – en á þeim er alls konar Lego-dót sem er í byggingu að hverju sinni og er alveg ómögulegt að þurfa að ganga frá…
…hnettirnir eru búnir að vera lengi í herberginu, en voru alltaf uppi á hillunum. Við fluttum þá núna um daginn og litli maðurinn er afskaplega ánægður – segist núna geta “lært allan heiminn” 🙂
Sá lægri fannst í Góða Hirðinum en hinn var keyptur í Tiger endur fyrir löngu… …hillan er ennþá smekkfull af dóti og bókum, og við erum ótrúlega sátt við þessa lausn ennþá – en þetta er gamall stofuskápur sem við máluðum og settum kort í bakið á (smella og skoða hér)…
…og það er alveg nauðsynlegt að vera með stærri hillu og pláss, fyrir stærri hluti – eins og t.d. skipið…
…og kastalann…
…stóri apinn sem þið sjáið er sparibaukur, sem ég fann í þeim Góða einn daginn…
…og svo er auðvitað aldrei nóg af bókum, og þessar gömlu hillur úr Söstrene eru líka fyrirtaks bókastoðir…
…sjóræningjapoki hjá sjóræningjaskipi – segir sig sjálf…
…og fleiri bækur auðvitað…
…kistillinn geymdi eitt sinn búninga, en er núna smekkfullur af Playmo-i…
…og svo er auðvitað líka Lego…
…Raffapúðinn fallegi alltaf á rúminu…
…og fyrst ég var að þvælast þarna inni, þá fékk ég auðvitað félagsskap…
…ekki amalegt að hafa alltaf einhvern góðan vin hjá sér…
…hlakka svo til að sýna ykkur breytingarnar sem verða!
Eigið dásemdardag ❤
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hlakka líka til að sjá breytingarnar sem verða! Finnst reyndar herbergi barnanna þinna alltaf rosalega falleg og flott en hlakka til að sjá eftir myndirnar 🙂
Hvað heitir grái liturinn í þessu herbergi?
Þetta er Gauragrár 🙂 Frá Slippfélaginu!