…eins og ég hef áður sagt frá þá fer ég stundum í leiðangur með símann og snapchat-ið og sýni út verslunum. Núna í vikunni fór ég í Byko og þar sem það var mikið verið að taka screen shot þá fannst mér full ástæða til þess að setja þetta hér inn líka – þannig að gjössvovel 🙂
Erikurnar, eða bara alls konar haustlyng, og hvert öðru fegurra…
…í alvöru! Langar ekki öllum í svona frístandandi baðker – er það nokkuð bara í Meatloaf-myndböndum?
…ég er alltaf að leita að sturtugleri, þar sem það eru bara 8 ár síðan við fluttum inn og eigum enn eftir að klára sturtuna. Mér fannst þessi svarti listi eitthvað spennandi og auðvitað geggjað töff svarti handklæðaofninn…
…ferlega töff innrétting…
…og leðurhöldurnar sérstaklega þó…
…fleiri höldur fyrir áhugasama…
…töff stálofn…
…síðan var verið að vinna að setja upp nýjar innréttingar, og það litla sem ég sá – fannst mér mjöööög spennó…
…svo fallegar flísar…
…marmaraflísar – já takk…
…þessar væru geggjaðar við eldhúsinnréttingu…
…og parketflísarnar, þær eru alveg truflaðar…
…þessar hef ég séð í eldhúsi – koma alveg ótrúlega vel út…
…klassískar subway-flísar, fara aldrei úr tísku…
…Andy Warhol fer líka aldrei úr tísku…
…smá yfir í ljósadeildina…
…þessi fannst mér ferlega töff – og kostaði bara rétt tæpar 6þús…
…og stóri bróðir 🙂
…þessi er með smá Fixer Upper fíling í …
…annar flottur – geggjaðir svona glærir lampafætur…
…fiðurmjúkir skermar…
…þessir standlampar mættu sko alveg flytja inn hérna…
…klikkað flottar koparkúlur…
…annað Fixer Upper ljós…
…systir mín er með svona svipað og það er ÆÐI…
…töff útgáfa af ljóskösturum…
…og þetta hérna, það þarf eiginlega að sjá það með eigin augum – en það er geggjað!
…töff töff töff…
…þessi hérna eru kórónur – bara sætar sko…
…töff glerkrukkur úr þykki gleri…
…geggjuð marmarabretti…
…allt hvítt leirtau finnst mér vera fallegt…
…og meira töff…
…englaluktir…
…og öll þessi litlu smáborð, er ekki alls staðar hægt að koma þeim fyrir?
…krúttulegir hreindýrahausar…
…og það er alltaf verið að spyrja um svona borð finnst mér…
…mjög falleg gerviblóm – ótrúlega auðvelt að halda þeim við 😉
…og rósirnar fannst mér hreint æðislegar ♥
…töff luktir og fjaðraskraut sem er flott í vasa…
…rómó luktir…
…svo fallegir snagar…
…og geggjaðir hvítir timbur skrautstigar…
…batterýskerti með birkiáferð…
…og dásamlega fallegt borð!
Svo sá ég að það er afmælishátíð hjá þeim í dag, og það verður risavaxin kaka og svaka tilboð, þannig að það ætti að vera vera vel þess virði að kíkja við ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Gjeggjaðar vörur í Byko breiddinni núna en það er ekki sama hægt að segja á Akureyri 😀 well jú loftljósið með trjámynstrinu er til þar og mig langar í það í staðinn fyrir rauða eldhúsljósið 😀
takk fyrir að sýna okkur alltaf gaman að inniliti 🙂
Margt flott ætla að fá mér flísar með laufum í bústaðinn minn sem ég er að innrétta. Klísarnar verða á baðgólinu, svartan vaska skáp, sturtu horn. Veit ekki hvað ég á að setja á veggina en loftið er úr við. Er líka að ívandræðum með loftið í borðstofu og stofu. Það hátt hallandi. Kannski matta svarta kastara bara veit ekki vantar hjálp.
Takk fyrir þetta innlit!! Rosalega margt þarna sem mig langar í…þarf bara að fara í gegnum það sem ég á nú þegar…*roðn*… 😉