…Sem sé, ef þið eruð á Akureyri, þá skellið þið ykkur bara rétt hinum megin við fjörðinn og njótið þess að gramsa og horfa á allt útsýnið.
Það sem meira er, að í dag er það pop-up Blúndu og blóma útgáfu-búð á Flóamarkaðinum.
Smella hér til að skoða Facebook-síðu Flóamarkaðsins!
Smella hér til þess að skoða Blúndur og blóm!
…og þar sem markaðurinn er í dag, fannst mér kjörið að setja inn nokkrar myndir frá því fyrir nokkrum vikum, og leyfa ykkur að njóta…
…pínukrúttin…
…hrein dásemd ♥
…endalaust af fallegu…
…ég finn næstum bara kakólyktina þegar ég horfi á þessa bolla í efri hillunni…
…þannig að ef þú átt gamalt stell, þá er alveg séns að þarna sé hægt að fá eitthvað í það…
…hversu dásamlega retró er þetta nú…
…gamalt gler og litlar styttur…
…æðislegar hillurnar þarna – gæti hugsað mér svona t.d inn á skrifstofu…
…Maríustyttan þarna greip auga mitt…
…diskar á borð, nú eða bara á vegg…
…stemmingin er yndisleg…
…hvers vegna eru könnur svona fallegar?
…nei sko, þessir hengu í mörgun herbergjum hérna einu sinni 🙂
…í það minnsta – ef þið eruð fyrir norðan, þá mæli ég með að kíkja við þarna í dag ♥
Hlekkur á viðburðinn á Facebook!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Þetta er uppáhalds loppumakaðurinn minn hér fyrir norðan. Heimsæki hann alla vega tvisvar til þrisvar yfir sumarið og finn alltaf eitthvað fallegt fyrir lítinn pening. Svo á ég annan ekki minna uppáhalds og hann er á Dalvík 🙂
Frábær dagur að baki á Flóamarkaðinum hjá henni Margréti systur minni og ég aldeilis þakklát fyrir að geta skoppað bara upp túnið og poppað upp með Blúndu og blóma útgáfu búðina mína hjá henni!
Frábærar viðtökur, fullt af fólki allan tímann og gaman að sjá þarna marga hittast og taka spjall saman með kaffibollann og konfektið á kantinum, meðan fólk naut þess að ganga um og skoða.
Það er ég viss um að við systur endurtökum þetta síðar á haustdögum 🙂
Kær kveðja til þín aftur mín kæra Soffía og takk fyrir að deila,
Kristín
Úúúúú….einn viðkomustaður í viðbót þegar maður skoppar til Akureyrar!! Vonandi verður opið næst þegar ég fer norður 🙂
krúttlegt, en af hverju ætli flóamarkaðir séu svona dýrir á íslandi….
það er svo miiiiklu skemmtilegra úti þar sem maður getur keypt alls konar góss á klink…