…en í þetta sinn fór ég í verslunina í Skipagötu!
Smella hér til þess að skoða Akur á Facebook.
Strax og ég leit í gluggann þá sá ég eitthvað sem mig langaði í. Báðir dsikarnir á fæti og kannan, hefðu vel mátt koma með mér heim……awwwww…
…við eigum nokkra svona Barbapabba diska, sem eru orðinir ansi þreyttir. Það sem mig langaði í þessa þarna með mömmunni og pabbanum…
…og Múmínkrúttin…
…fallega PIP-línan…
…kona með glerkrukkublæti tekur eftir þessu…
…dásamlegir litir…
…þessar línur eru hver annarri fallegri…
…eru nokkur takmörk á hversu marga hvíta diska á fæti maður má eiga?
Næst, Lotta…
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Nei….það eru engin takmörk fyrir því hversu marga hvíta diska á fæti kona má/þarf að eiga. Ef það vantar pláss þá verður bara byggt við húsið 😉
Takk fyrir að sýna okkur þarna inn….greinilega geggjuð búð 🙂
Hún er ein af mínum uppáhaldsbúðum mínum fer helst með einhverja afsökun þangað inn 😀 td. afmæli virkar alltaf hahahahaha fór síðast þarna inn að ná í bolla handa vinkonu minni 🙂