…þetta þrífur sig ekki sjálft sko! Svo mikið er víst.
Nú og ef þarf hvort eð er að þurrka af þessu öllu, þá er ekki úr vegi að endurraða lítillega – rétt svona til þess að reyna að gera þetta skemmtilegra……ég ákvað því að smella nokkrum myndum, svona fyrir ykkur sem hafið gaman af að skoða samansafn af hlutum. Því þarna úir og grúir af alls konar…
…eins og t.d. kaffistellið frá mömmu og pabba, og já – ég mæli með að geyma bollana á svona tvö- eða þreföldum diskum – sparar pláss. Eins og glösin með gyllingunni orðin um 55 ára og koma frá mömmu og pabba líka…
…smá af styttum og lítið sykurkar…
…og könnur, þær eru nú alltaf alveg endalaust fallegar…
…og einhversstaðar þarf víst að geyma alla þessa tertudiska á fæti sko…
…og spariglösin…
…ótrúlega fallegt silfurte/kaffisett sem ég fékk frá systur minni, sem er svona 20s gamalt Art Deco…
…þetta er brúðarstellið okkar góða, sem við fengum 2005…
…og þetta hérna eru gersemar málaðar af henni mömmu minni, hún er ekki bara í Múmínálfunum sko (smella hér)…
…sem sé blandað í poka…
…sitt lítið af hverju, en þó sennilegast mest komið til ára sinna og hefur tilfinningalegt, og reyndar notagildi líka – það er nú ágætt þegar það fer saman…
…svo hef ég reyndar fengið ótal fyrirspurnir um plattana sem eru komnir á vegginn…
…þetta eru Björn Wiinblad mánaðar-plattarnir fallegu……ég fékk þessa á Antíkmarkaðinum hennar Kristbjargar á Akranesi (sjá hér)….
…og svo ákvað ég að létta aðeins á við hliðina á skápnum…
…og setti lítið bakkaborð sem ég fékk í Rúmfó um seinustu helgi – ég fékk óteljandi fyrirspurnir um það á Snappinu. Ég finn það reyndar ekki á heimasíðunni þeirra, en það heitir Jenslev og kostaði um 1990kr, og var líka til í hvítu og gráu…
…pottarnir/luktirnar eru líka þaðan og heita Heide – þetta er miðstærð og minnsta sem sést hér!
Annars segi ég bara eigið yndislega helgi og njótið ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Kaffið rann ljúflega niður við lesturinn á þessum fallega pósti. Takk fyrir mig og góða helgi 🙂
Hundrað stig í plús fyrir listræna uppröðun á fallegu hlutunum þínum…..eigðu helgina sem besta…takk fyrir mig….
Gaman að skoða fallegu hlutina þína og hversu smekklega öllu er komið fyrir. Takk fyrir mig 🙂