…því í dag opnar Panduro í Smáralind og því ber að fagna!
Panduro er sannkölluð draumaverslun fyrir alla þá sem hafa gaman að sköpun og að láta ljós sitt skína. En það sem meira er, þar er hægt að finna eitthvað fyrir alla aldurshópa – sem sé, mömmur og pabba, ömmur og afa, og bara alla krakkaskarann.
…úrvalið þarna inni er alveg ótrúlega mikið…
…allt til þess að pakka fallega inn gjöfum…
…gjafapappírinn er æðislegur…
…þetta er svona staður sem maður á endilega að fara með krakkana sína inn á……og finna skemmtileg verkefni sem hægt er að gera saman……litabækurnar eru svo flottar…
…þarna eru líka flottar stórar blöðrur fyrir afmælin á góðu verði…
…og marg flott til skreytinga. Sjáið bara hvað það er flott að gera svona ísa…
…nú væri gaman að kunna að fara eftir uppskrift 🙂
…þetta fannst mér geggjað. Gera bara köku með fondant og leyfa svo afmælisbarninu að teikna á kökuna…
…hægt að hafa augu með því á meðan 😉
…og það var greinilega að ástæðulausu að ég burðaðist heim með marmarakökukefli, því að þarna fást sko mjög falleg…
…allt til þess að gera sleikjó/kökupinna…
…Trolls og Frozen límmiðar, margir sem myndu elska þetta……risastórar fjaðrir, geggjaðar í vasa…
…nóg af töff stimplum…
…og geggjuð trévara til þess að DIY-a…
…nei hættið nú alveg, hversu súper krúttað er þetta ❤
…nokkrum sinnum á ári koma síðan út tímarit frá Panduro, og þar er að finna allt nýjasta trendið og endalaust af innblæstri…
…og eins og þessi mynd gefa svo fallega til kynna, þá er haustið einmitt tíminn til þess að bregða sér í kózýsokkana og dunda sér í föndri og öðru slíku…
…þessa má gera þannig að þeir smellpassi á þitt heimili…
…ég sagði ykkur að það væri hægt að gera skemmtilegt með þessu…
…flauel er bara ❤
…ótrúlega mikið af flottum upphengjum, römmum og öðru slíku, og líka plagöt…
…þetta gerir svo auðvelt fyrir hvern og einn að finna sinn stíl…
…allt til. svo hægt sé að gera blómaupphengi, eða kokedama…
Hér má smella og skoða meira af tímariti Panduro.
Heimasíða Panduro.
Facebooksíða Panduro.
…í kvöld er síðan opnunarhátíð og milli 20-21 verður boðið upp á léttar veitingar. Þess ber að geta að það eru auðvitað öllum boðið sem vilja kíkja. Sjálf ætla ég að vera á staðnum á milli 19-21 og þætti bara vænt um að sjá ykkur! Síðar í dag kemur inn annar póstur, með hinu og þessu sem ég fékk að prufa og hlakka til að sýna ykkur!
Inni á SkreytumHús-hópnum er síðan gjafaleikur og dregið verður á laugardaginn – smella hér!
Hlakka svo til að kíkja í þessa búð…kemst samt líklega ekki fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi…. :/ Takk fyrir að sýna frá henni þangað til ég kemst 😉