Antíkmarkaður á Spáni…

…nánara tiltekið á Benedorm.
Það “erfiðasta” við að fara á markaði og bara almennt að fara um á Spáni, er að ná að slíta sig frá lauginni.  En ég sýndi fádæma staðfestu, reif mig upp á rassinum og af stað héldum við til…Antigüedades El Cisne
Smella hér til að skoða nánar…
…keyrðum yfir til Benedorm…

…og á markaðinn!  Það erfiða við að skoða svona myndir eftir á, er að maður fær endalaus tækifæri til þess að sjá eftir einhverjum bráðnauðsynlegum óþarfa…
…og þessi diskur er einn þeirra!  Man oh man, hvað var ég að spá…

…margir óvenjulegir og skemmtilegir hlutir…
…og sko nóg af gömlu gleri, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér…
…þessi fannst mér líka ótrúlega flottur…
…og nóg var af trúarlegum munum…
…en líka meira módern, eins og glerkrukkurnar…
…og kökudiskar…
…hér þarf að skoða og leita leeeengi…

…Sússi á svæðinu…
…eldgamlar myndir…
…tarínur, og mjög óvenjuleg með önd ofan á (ef það er þá tarína?)…
…mér fannst þessi tréfætur ótrúlega spennandi…
…og þessi var nú bara krútt…
…heillandi sem skraut – en ekki til notkunnar…
…þessi karafla er æði…
…þessar voru ótrúlega fallegar – en ekki gamlar…
…skrautdiskar – ekki vantar litagleðina hér…
…svo er það alltaf þetta með plássið – það er takmarkað þegar maður er með eina ferðatösku á mann…
…glæsilegur spegill…
…tónlistinn spiluð á grammifón…
…maður fékk á tilfinninguna að allir trúarmunirnir gætu hreinlega komið úr gömlum kirkjum, en gætu auðvitað verið bara frá Kína…
…litla famelían…
…og mér fannst viðeigandi að sjá hann Freddie þarna með Jesúnum…
…ég keypti reyndar ekki neitt á þessum markaði.  Það var alveg afskaplega heitt þennan dag, og engin loftræsting.  Krakkarnir fóru bara strax út í bíl með pabba sínum, þar sem litli kallinn minn var alveg að líða út af í hita og leið ekki vel.  En ég þraukaði hringinn, til þess að taka myndir og færa þær til ykkar!

En hvað, af hverju missti ég? Hvað hefðir þú keypt?

Eigið yndislegan dag ♥

Póstur um undirbúning – smella!
Póstur um húsið sem við leigðum – smella!


P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Antíkmarkaður á Spáni…

  1. Margrét Helga
    29.08.2017 at 13:05

    Mig hefði langað í margt en líklega ekki keypt neitt…það er þetta með að flytja góssið heim, jú sí….. 😉

  2. Anna María
    29.08.2017 at 14:24

    Margt fallegt þarna 🙂 hefði keypt karöffluna, finnst hún æðisleg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *