Guadalest…

…sumarfríið hefur þegar verið uppspretta þónokkra pósta – og ekki eruð þið sloppin enn 🙂

Við vorum búsett rétt fyrir utan Alicante en ákváðum að fara seinnipart dags til Guadalest.  Ég er ekki að skrökva þegar ég segi ykkur að þetta er einn sá fallegasti staður sem ég hef farið til.  Í huga mínum stendur þessi staður og Santorini jafnfætis.  Þessir staðir sem göfga hreinlega andann og maður fær bara tár í augun af fegurð – og já, ég er svona skrambi dramatísk!

Maður fer sem sé sem leið liggur til Benedorm…

…þetta tekur rétt um klst að keyra þetta…
…og strax og maður er kominn í gegnum Benedorm, og heldur upp í fjöllinn, þá fer allt að gerast…
…útsýnið er mikið…
…nú þegar komið er inn í bæinn, þá fyrst fer allt að verða töfrandi…
Fjallaþorpið Guadalest

Textinn sem kemur við næstu myndir er af síðu Sumarferða – sjá hér: smella

Í skemmtilegri ferð um fjöllin fyrir ofan Benidorm er ekið meðfram stöndinni og upp til fjalla. Komið er í fjallaþorpið Guadalest, sem hlýtur að teljast eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar og þótt víðar væri leitað.

Íbúar þess eru aðeins um 170 talsins en yfir tvær milljónir ferðamanna heimsækja staðinn á hverju ári, sem gerir þetta litla þorp að einum fjölsóttasta ferðamannastað Spánar.

Í þorpinu er gamalt Máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Eru kastalarústirnar til vitnis um stormasama sögu þess. Þræða þarf göng í gengum klett til þess að komast að elsta hluta þorpsins, en efst trónir kirkjugarðurinn með á einstakt útsýni yfir Guadalest dalinn og nærliggjandi sveitir.

Í þorpinu eru smámunasöfn, pyntingasafn og skemmtilegar verslanir og veitingastaðir. Þorpsbúar eru frægir fyrir handverk, t.d. handsaumaða dúka, körfugerð og barnaföt.

Líklega hafa þorpið og kastalinn myndast við komu Arabanna. Múslimarnir lögðu undir sig dalinn og samkvæmt frásögnum Arabanna héldu innfæddir eigum sínum á stjórnartímum þeirra.

Litli kastalinn í Guadalest hefur mest aðdráttarafl og frá þessu svæði liggja steinlögð stræti sem eru örmjó og hlykkjast upp í áttina að kastalanum. Það er ævintýri líkast að hverfa aftur í söguna og sjá hvernig tíminn virðist hafa staðið í stað á þessum verndarstað dýrlingsins Heilags Gregory.
//Texta Sumarferða lokið\\

…strax og við röltum af stað, þá varð maður að skoða og kanna þessar ferlega fallegu litlu búðir á leiðinni að kastalanum……þessi tvö voru jafn sæl og mamman og pabbinn…
…enda voru t.d. trésverð og skildir í búðunum, sem litli gaur græddi á… …kjólarnir rétt bærðust í golunni, allir svona hvítir, blúndaðir og rómantískir……og krúttbúð sem móðirinn átti aðeins erfitt með sig í…
…svo mikið að skoða og gramsa…
…er enn að hugsa um þessa vasa t.d…
…en áfram skal haldið, í erindi dagsins…
…í átt að kastalanum…
…ég hefði verið til í að kippa þessari hurð með mér…
…en það var ekki í boði…
…þetta er bara annar heimur…

…og þarna fann ég prinsinn minn 🙂
…komin að safninu…
…og inn fórum við…
…margt fallegt að sjá…
…og margan hátt merkilegt…
…en fátt eitt sem jafnaðist við útsýnið út um gluggana…
…þvílíkt fallegt…
…svo gengum við alla leið að efsta punkti…
…og alla leiðina voru svona “vörður”, sem sýndu píslarsögu Krists…
…þrammað hærra…
…kirkjugarðurinn…
…svo er þetta allt spurningin um að stoppa og njóta litlu hlutana…
…ég segi það enn og aftur, ef þið eruð þarna í nágreni – gerið ykkur ferð til Guadalest…
…þvílík og önnur eins fegurð sem er þarna í kring……alveg hreint ótrúlegt…
…við vorum ekki komin þarna fyrr en um kl 16…
…og ég mæli með að vera aðeins fyrr á ferðinni…
…því að eftir að skoða í litlu búðirnar og fara á safnið og það allt, þá var tíminn ansi knappur…
…en reyndar í staðinn, þá vorum við þarna þegar sólin var að setjast…
…og það var alveg töfrum líkast…
…þannig að koma fyrr – en vera fram yfir sólsetur…
…við mæðgurnar…
…þeir sem fylgdust með á snappinu sáu að með okkur var mikill barnafjöldi…
…en við sýndum ekki mikið af fullorðna fólkinu í ferðinni, en með í för var yndislega, besta vinkona mín til 32ára…
…og allar þessar fögru stúlkur eru sem sé hennar ríkidæmi…
…og talandi um ríkidæmi, þá þarf ég að monta mig…
…af þessum báðum…
…yndislegur dagur, staður og samferðafólk – get ekki beðið um meira ♥
Póstur um undirbúning – smella!
Póstur um húsið sem við leigðum – smella!
Póstur um Alicante pt.1 – smella!
Antíkmarkaður á Spáni – smella!
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Guadalest…

  1. Anonymous
    11.09.2017 at 11:36

    Guðdómlegur staður, held að útsýnið verði seint toppað – must see when in Spain (“,)
    Og ágætis ferðafélagar as always – Lovjú babe <3

  2. Harpa Hannibals
    11.09.2017 at 13:38

    Yndislegur staður að heimsækja. Var þarna síðast í byrjun apríl og fann flotta handsaumaða gardínu og fallegan dúk sem rötuðu heim með mér. Takk fyrir alla flottu póstana þína mín kæra ❤❤❤

  3. Anonymous
    14.09.2017 at 22:12

    Yndislegt staður og útsýnið stórkostlegt. Við hjónin vorum þarna á flakki fyrir 10 árum
    og ýmislegt fallegt var keypt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *