…en Prepp er kaffihús sem er við Rauðarárstíg 8 í Reykjavík.
Þetta er virkilega kózý og huggulegt kaffihús, með mjög skemmtilega stemmingu. Um þessar mundir, eða til loka mánaðarins, þá er hann pabbi minn með málverkasýningu þarna. …ég gat ekki annað en flissað þegar ég las þetta snilldarskilti…
…ótrúlega töff þessi veggur. Einföld lausn en gerir svo mikið…
…myndirnar eru eins og áður sagði eftir hann pabba minn, Garðar Jökulsson.
Hann er með síðu hérna á Facebook, ef þið viljið kíkja nánar á hana…
…flestar myndirnar eru nýjar, og málaðar á þessu ári. En hann pabbi er sem sé 82 ára og þar sem þetta er ástríðan hans, þá er hann enn að…
…sem betur fer sko, það væri synd að koma ekki þessari fegurð á strigann…
…alls konar stærðir af myndum, litlar og stórar…
…og svo skemmtilega fjölbreyttar…
…sumar kalla á haustið…
….þessi er ein af mínum uppáhalds…
…svo heyrði ég líka af kúnnum, að þarna sé besta kaffið í bænum! Óstaðfestar fréttir þó frá konunni sem drekkur ekki kaffi…
…en ég get borið því vitni að það er fallegt að horfa í kringum sig þarna…
…virkilega töff staður…
…og líka vegan, fyrir þá sem það vilja…
…og maður verður bara að fá að monta sig þessum pabba sko ♥
Eigið yndislegan dag – njótið menningarnætur – eða bara helgarinnar ♥ Sýningin er opin á opnunartíma kaffihússins!
Facebooksíðar Garðar Jökulssonar
Facebooksíða Prepp
Hlekkur á sýninguna á Facebook
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Pabbi þinn er einn af mínum uppáhalds listmálurum! Ofboðslega fallegar myndirnar eftir hann! 🙂
Æðislegar myndir! Búin að langa í mynd eftir pabba þinn síðan ég sá þínar í fyrsta sinn og oft búin að fletta og skoða á fb síðunni hans. Féll sértaklega fyrir einni um leið og ég sá hana og hún er greinilegan líka þín uppáhalds 🙂 Fer í vikunni að skoða ‘læf’ 😉