…það er nú ýmislegt sem leynist í skúrnum sko……eins og þetta hérna blómaborð – sem mamma og pabbi voru með heima hjá okkur hérna í denn. Það var orðið ansi hreint þreytt og mátti muna sinn fífil fegurri…
…eins og sést hérna td…
…ég og Moli ákváðum því að nýta einn góðviðrisdaginn til þess að taka borðið út á pall og
mola mála það…
…til þess notaði ég uppáhalds svörtu málninguna mína, sem endranær…
…enda finnst mér áferðin af henni alveg geggjuð…
…og verður svo skemmtilega “vintage” í útliti…
…ekkert meira kózý en að geta unnið svona úti…
…og útkoman var bara ansi hreint skemmtileg – að mínu mati sko…
…ég hef notað þessa málningu á sófaborðið – sjá hér og hér…
…og á skápinn okkar – sjá hér…
…og hér á bekkinn og kommóðuna, sjá hérna…
…ég fíla svo vel að mála þetta svona “illa” – eða þið skiljið, að láta blómaborðið líta út fyrir að vera eldra en það er…
…svo má raða endalaust og botnlaust þarna á…
…og talandi um botnlaust, þá prufaði ég líka að setja marmaraplatta sem ég á þarna í – en það væri líka hægt að filma þetta…
…og það var bara pínu skemmtilegt líka finnst mér…
…hvað finnst ykkur?
…fyrir og eftir…
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Alveg svakalega flott eins og allt sem þú gerir
Ggeggjað
Tær snilld að gera gamla hluti eins og nýja en samt halda gömlu sálinni í þeim
og alltaf jafn kosý fallegt heimilið þitt
enn og aftur takk fyrir góðar hugmyndir

Hrikalega flott blómaborð
Alltaf gott að taka svona hluti sem hafa engin hlutverk og gefa þeim ný!
Pússar þú allt áður en þú málar?