Meira skipulag…

…þessar myndir komu fyrst inn á Snapchat og ég fékk alveg hreint heilan helling af spurningum og viðbrögðum við þeim.  Ég ákvað því að það væri best að henda í smá póst, þannig að myndirnar væru til og auðvelt að nálgast þessar upplýsingar……oftast sjáið þið eldhúsið svona…

…en það er auðvitað meira svona eftir hina hefðbundnu búðarferð…
…og ísskápurinn er auðvitað í misgóðu ástandi, bara eftir því hversu mikið er til í honum og svo framvegis.  Eins og þið sjáið þá eru þarna nokkur plastbox með loki, sem í eru afgangar, eins og vill vera.  Svo sjáið þið svörtu körfurnar sem eru þarna í efstu og næstefstu hillunni.  Í þeirri efri hafa verið ostar og kjötmeti í þeirri neðri.
…en ég er að verða mjög vör við það að það eru fleiri en ég sem ganga um ísskápinn, sérstaklega núna um sumartímann.  Krakkarnir eru hérna heima, 7ára og 11ára, og oftast nær slatti af vinum líka, og ef ég er ekki heima – þá eru símtölin um: mamma, hvar er osturinn?  eða: mamma, er til jógúrt? og þess háttar alltaf að verða fleiri og fleiri.
Mig langaði því að endurraða aðeins í skápinn, með þetta í huga.
Ég fann þessi prýðilegu box, hvítu í Rúmfó en þau glæru í Byko…

…síðan var bara hreinsað út úr skápnum, þrifið vel – því það er alltaf gott að byrja með hreinan flöt…

…glæru boxin finnst mér snilld – því að þau eru svo snyrtileg, auðvelt að sjá hvað er í þeim…

…en þessi hvítu eru kjörin fyrir ávextina og þess háttar…
…og svo var raðað inn, og við röðum – og þá meina ég auðvitað, ég raða – alltaf eins í skápinn – hver hlutur á sinn stað.  Eða þið vitið, svona ca about…
…og eins í hurðina, en þar fer mikið af sósum og drykkjum.  Ég reyni t.d. að grúbba saman öllu því sem þarf í pyslur – þá er auðvelt að kíkja og sjá hvort að eitthvað vanti í búðinni…
…en þrátt fyrir að hver hlutur eigi sinn stað – þá er það þetta með spurningarnar, og ástæðu þess að ég breytti frá svörtu körfunum.  Við erum nefnilega með svona merkivél hérna heima (eins og þið kannski munið um árið – sjá hér).  Ég ákvað því að gera miða fyrir þetta helsta:
*kjötmeti *álegg *sósur *ostar *grænmeti *ávexti *drykkir

…og festi límmiðana á hvítuboxin….

…og á þessi glæru – allt á sinn stað…

…eins setti ég á skúffurnar – og það er auðvelt að sjá hvað er til…

…eins og áður sagði, þá fékk ég hrúgur af skilaboðum frá konum sem fengu alveg í skipulags-hnén á að horfa á svona…

…hér er mynd sem ég tók undir Rúmfó-boxið, þar sem þið sjáið nafn og stærð…
…og það sama með glæra boxið…
…þannig var það þá – annars segi ég bara góða helgi og góða skemmtun að skipuleggja ❤

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

10 comments for “Meira skipulag…

  1. Rannveig Stefánsdóttir
    29.07.2017 at 11:53

    Líst vel á þetta hjá þér Soffía. Hentar raðaranum mér líka.

  2. Margrét Helga
    29.07.2017 at 12:18

    Er með þrjár hvítar körfur, eina fyrir osta, aðra fyrir álegg og þriðja fyrir sósur. Bara snilld að hafa þetta svona!

    P.S. áttu jarðarberjasultu frá Sólbyrgi? Hrikalega góð, og jarðarberjasýrópið þeirra er æði út á ís eða vöfflur 😊

  3. Anonymous
    29.07.2017 at 12:21

    Algjör snilld og gefur mér góðar hugmyndir, takk fyrir.

  4. LINDA
    29.07.2017 at 13:15

    Frábært alveg 😍

  5. Anonymous
    30.07.2017 at 00:20

    Geðveikt!

  6. Anonymous
    30.07.2017 at 00:20

    Algjör snilld!

  7. Anonymous
    30.07.2017 at 01:27

    Frábært.

  8. Ólöf Kristín
    31.07.2017 at 17:59

    Þvílík snilld! Bætir skipulagið og stuðlar að minni matarsóun – takk fyrir að deila 🙂

  9. Kristin Gunnarsdóttir
    18.01.2018 at 12:30

    Þú ert snillíngur í öllu sem þú setur hérna inn,ég mundi vilja getað ráðið þig til mín til að innrétta heimilið,þú ert bara frábær

  10. Guðny Erna
    19.01.2018 at 16:25

    eG ER BARA EIN OG ÞARF AÐ SKIPULEGGA HJÁ MÉ SKÁPANA ER KOMIN Í AÐRA ÍBÚÐ EFTIR AÐ EG VARÐ EIN Á MARGT FALLEGT EN LANGAR SAMT Í RITTHVAÐ FALLEGT ÞETTA ER GÓÐ SÝÐA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *