…í það minnsta reyndari, en hvort að maður verði vitrari með árunum er erfitt að segja 🙂
Á seinasta ári varð ég fertug og því væntanlegra árinu eldri í ár, en þó – ég var einhvern veginn alveg með það á hreinu að ég væri að verða 42 í ár. En svo er víst ekki, ég varð “bara” 41 árs sem þýðir að þetta er bara bónusár. Það var í raun mjög lítil, ef einhver, tilvistarkreppa sem ég gekk í gegnum við þennan stóra áfanga og ég er bara þakklát fyrir að vera árinu eldri en áður – því að það er ekkert sjálfgefið í þessu lífi…
…ég hef ekki haldið upp á afmæli mitt síðan, tjaaa síðan ég varð kannski 16 ára, og það var svo sem engin breyting á þar. Eins og sést á þessum “svakalegu” veitingum, þá voru nú ekki margir viðstaddir. Bara við famelían litla, og foreldrar okkar beggja…
…ég keypti dásamlega fallega köku í Sætum Syndum, og hún var mjög góð, þvílíka bomban…
…eðalfínt að vera með smá jarðarber með, smá svona ferskt á móti þessu sæta…
…þar sem ég var með svoddan blúndudúk á borðinu, þá fannst mér fínt að vera bara með svörtu og hvítu diskana. Þeir eru svona smá “kúl” á móti allri þessari blúndu…
…og brauð og pestó…
…ommnommnomm…
..servétturnar eru orðnar ansi gamlar en kúrðu í skúffunni minni, og smellpössuðu við dúkinn, þannig að það var upplagt að nota þær…
…sem sé lítið og látlaust afmælisborð, sett saman á um 7 mínútum. Dúkur á borð og annað týnt úr skápum…
…langaði samt að sýna ykkur hnífinn, en ég keypti 2 svona í Zara Home úti, til þess að nota í kökur…
…ég átti nokkrar frosnar makkarónur úr Costco sem ég raðaði síðan meðfram kökunni, en þessar ofan á fylgdu með…
…”gömlu” hjónin sem áttu einmitt 12 ára brúðkaupsafmæli nokkrum dögum fyrr…
…og hent í litla famelí-selfí á pallinum í lok dags…
…besta gjöfin sem hægt er að fá ♥…
…en svona er þetta, enn eitt árið liðið…
…og þá er bara að fara að finna út hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór…
…einhverjar hugmyndir?
Vona að þið eigið yndislega helgi ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Velkomin formlega á fimmtugsaldurinn mín kæra ❤ gott að þú áttir góðan dag 😊
Til hamingju með daginn þinn 🙂
Til hammó með ammó 😀