…þar sem að gula skrípið hefur að mestu leyti verið vant við látið undanfarið, er sennilegast farin í sumarfrí sjálf, þá hef ég eytt meiri tíma innandyra en ella.
Eitt sem ég á að til að gera, er að þegar ég er að þurrka af og taka til, þá hreyfi ég stundum hlutina til og breyti – og vonandi bæti.
Þar sem ég fæ svona “æði” fyrir hinu og þessu, og undanfarin ár, hafa það verið glerkúplanir – þá er ég komið með þó nokkra í safnið. Ég ákvað því að prufa að stilla þeim öllum saman, svona að mestu leyti…
…mér finnst nefnilega svo skemmtilegt að setja hluti undir glerkúpla – því að það verður allt eitthvað svo spes sem fær að fara þarna undir. Þið vitið, svona næstum eins og á safni sko…
…í kúplana setti ég nokkra hnetti (annað æði), gamlar bækur – sem ég elska að sanka að mér, og svo eru það styttur sem að krakkarnir hafa búið til í skólanum.
Kúplarnir hafa komið úr ýmsum áttum – Litlu Garðbúðinni – Rúmfó – Ikea…
…enda snýst þetta allt um að setja það sem þér finnst fallegt og vilt hafa fyrir augunum…
…svo gerir auðvitað alltaf heilmikið að vera með blóm í vasa – það er bara þannig…
…og þess ber að geta að hortensíurnar á myndinni fyrir ofan eru nýlegar, en þessar sem standa þarna í könnunni – þær eru síðan í fyrra og þurrkast svona líka fallega. Yndislegt að geta notið svona lengi…
…og ekki þarf allt að vera afskorið, því að á borðinu eru annars vegar orkídeur í skál og svo lítil gerviblóm sem ég fékk í Rúmfó…
…hér er hins vegar þurrkað brúðarslör, orðið þó nokkuð gamalt…
…svo bara svona til þess að halda krúttfaktorinum í hámarki…
…þessi hérna sko – hann er alltaf jafn mikill bræðingur…
…meira krúttið, hann Moli minn ❤
Hvað mynduð þið setja í glerkúplana ykkar?
Vona að þið eigið yndislegan dag!
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Ég er með tvo litla kúpla sem í eru vasaúr, eitt í hvorum.
Afi mannsins míns var mjög flinkur að smíða og smíðaði t.d. pínulítinn rokk, orf og litlar eftirmyndir af ýmsum öðrum landbúnaðartækjum sem voru notuð í gamla daga. Mér datt allt í einu í hug að setja sumt af þessu í kúpla sem ég á og það kemur mjög vel út 😊
🖒
Mér finnst æðislegt að setja blóm undir kúplana en eiginlega samt allt sem er fallegt 🙂