…stundum finn ég innlit sem eru bara of skemmtileg til þess að deila þeim ekki.
Hér er innlit til fatahönnuðarins Ulla Johnson sem býr í Brooklyn, og er undir skemmtilegum Bóhem/skandinaviskum áhrifum…
…eitt af því sem heillar við þessar myndir er að þær gætu hafa verið teknar fyrir 40 árum eða í gær…
…falleg tekk kommóða og kringlóttur spegill – skemmtilegt að þrátt fyrir hvíta veggi og mjög hlutlausa (neutral litapallettu) og þá er íbúðin samt mjög hlýleg og notaleg…
…og hansahillurnar eru að koma ótrúlega fallega út hérna…
…bekkur með gæru og auðvitað blómin…
…geggjuð karfa fyrir krakkadótið…
…og ég er að elska þessa grein þarna á veggnum, þetta er eitthvað sem mig langar að gera við tækifæri…
…arinn…
…ótrúlega heillandi og eitthvað “alvöru” heimili, þið vitið, ekkert of mikið uppstillt eða neitt svoleiðis. Ég get alveg ímyndað mér að henda mér bara í sófann og eiga spjall…
…Ulla með börnunum sínum…
…skemmtilega raðað í hillurnar, litakóðað og allt saman 🙂
Hér getið þið kíkt á síðuna hennar Ulla Johnson – smella.
Hér eru síðan myndirnar fengnar og fleiri ef þið viljið skoða – smella.
Copyright Domino.com &
Kósý… 😊