…og þá á ég sko við á Smáratorgi, Granda og í Skeifunni. Talandi um að vera á faraldsfæti 🙂
Ég smellti af myndum hér og þar, og deili hér með ykkur brot af því sem var að heilla!
Ok jemundur á kantinum sko, stellið sem ég var að dásama hérna (smella) er komið í svörtu og hvítu og ég fékk alveg í hnén sko…
…mér finnst þetta alveg hreint geggjað, var ég nokkuð búin að gefa það til kynna áður? Hélt ekki…
…og talandi um að fá í hnén, þá voru þessi hérna truflaðir – truflaðir!!
…ekki lítið fínir…
…og sá stóri, hann er sko mjög stór…
…heyrðu jú, og svo bara mætt hjörð af grískum fræðimönnum og konum, tilbúin til þess að svíkja Sesar eða bara að fara með einhverjar kviður….
…litlar útiluktir, sem hirða sólarljósið að degi til og varpa því aftur út í nóttina. Mér finnst litirnir alveg æðislegir á þessum…
…þetta er svo fínt, að ég á svona alveg eins 😀
…fallegir útiblómapottar…
…og krúttlegu blúndubollarnir komnir aftur…
…þessir fannst mér líka æðislegir, svona frekar retró og næs…
…og svo beint yfir í pasteldrauma…
…”marmara”skurðbretti…
…þessir gætu orðið ansi sætir á vegg, helst nokkrir saman…
…blómapottahengi…
…svo var alveg heill hellingur af flottum mottum…
…þessi hérna finnst mér líka svo krúttaralegur, fiðrildi sko…
…geggjaðir dúkar, til í nokkrum litum – þessi var í gráum tónum…
…fleiri sætir vasar…
…og einhverjir eiga eftir að fá kast við að sjá ananasana, erfitt orð – ananananananasar…
…koparbakki og alls kyns fínerí…
…klukka sem gefur vegginum litaboozt…
…eða bara er töff og telur tímann…
…ein uppáhalds ábreiðan mín…
…og ég varð að sína þessi veski – mér finnst þetta alltaf svo sniðugt í litlar gjafir…
…og dóttirin sem er Emoji-óð þessa dagana, yrði sko heilluð af þessu…
…æðisleg lína í baðherbergið…
…svo var eitthvað sem fékk að koma með heim – eins og t.d. þessi dúkur sko, mér finnst hann æði…
…og jú, nokkrir diskar og skálar í stellinu ofurfagra…
…stjakarnir sko – þetta er sá minni…
…og þið sjáið glitta í þann stærri þarna við gluggann…
…það er líka um að gera að nota bara svona fallega diska í uppstillingar og njóta þess hvað þeir eru fallegir…
…síðan voru loksins komnar plastútimottur…
…og ég var alsæl þar sem ég hef beðið eftir að finna fínar mottur á pallinn…
…og þessi í mínum lit sko…
…alltaf hægt að bæta á sig smá blómum og kózýheitum á pallinn!
Hvað er ykkar uppáhalds?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Sko…ef ég ætti að telja allt upp sem mér þætti flott eða langaði í þá yrði það lengra en bloggpósturinn 😉 En er auðvitað skotin í kertastjökunum og kringlótti dúkurinn er geggjaður!! Á borð sem er 150 x 150 cm og finn engan dúk sem passar og þá er bara um að gera að nota dúk sem er öðruvísi í laginu en borðið og passar hvort eð er ekki 😛 Svo er náttúrulega munstraða stellið alltaf geggjað!! Held ég sé samt hrifnari af því í bláu….þetta er nebblega svo fallega blár litur…
Ég veit það ekki vegna þess að ég fíla allt saman en ef ég ætti að velja þá myndi ég vilja fá röndóttu mottun á svalirnar hjá mér 😉
Erfitt að velja…..allt svo fallegt, þegar þú ert búin að raða og para saman verða einhverjir töfrar og ég sit alveg heilluð yfir öllu góssinu…en helst vildi ég að pallurinn minn væri með öllum þessum fínheitum næst þegar ég bregð mér út……eigðu góðan dag……
Svo fallegt hjá þér! Sá einmitt svörtu og hvítu mottuna sem þú ert með á pallinum hérna í póstinum hjá þér og fór strax í mission daginn eftir í þrjár Rúmfóverslanir en það virtist ekki vera til í neinni þeirra og mér fannst starfsfólkið ekkert vita hvað ég væri að tala um 🙁 Sá þær nefnilega í Skeifunni um daginn og sé svo eftir að hafa ekki keypt hana, virðist vera búin allsstaðar.