Lagt á borð…

..og hér koma myndirnar sem ég lofaði frá mér í gær!

Smá svona sveitó, en ekki mjög litríkt borð, og þó – við erum með fallegu lúpínurnar…

…og svart/hvítar skálar gefa sína stemmingu…

…og það er auðvitað alltaf hægt að nota hluti, eins og t.d. sítrónur, til þess að gefa smá lit…

…þannig að þrátt fyrir litleysi, þá er nú alveg líf í þessu…

…og ég verð að segja að mér finnst svona svo endalaust fallegt…

…og leyfir bara hverjum hluti að njóta sín…

…eruð þið ekki bara sammála því?

Mér finnst næstum þegar ég horfi á þetta borð – að það gæti hafa verið lagt á það fyrir 100 árum, svona fyrir utan skálarnar…

…og mér finnst það ótrúlega skemmtileg stemming…

…og í raun mætast miklar andstæður í skálunum og svo restinni af borðskreytingunni…

…blómin týnd úti við og sett í könnur…

…og eru svo falleg…

…kemur líka fallega út að setja litla grein svona við hliðina á diskunum…

…hnífapörin eru bundin saman með einföldu snæri…

…vintage stemming…

…ég er að fíl’aða…

…hvernig leggst þetta í ykkur? 🙂

Skálar – Rúmfatalagerinn
Löber, servéttur – Ikea
Karafla – Rúmfatalagerinn
Lítil hvít kanna – Tiger
Lítil brún kanna – vintage
Tréskál og trébretti – Rúmfó
Glös á fæti – Ikea

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Lagt á borð…

  1. Margrét Helga
    24.06.2017 at 09:07

    Gordjöss!

  2. Harpa Hannibals
    24.06.2017 at 11:40

    Þetta er bara yndislegt og minnir á hvað það er einfalt að poppa upp á hlutina á ekki svo flókinn hátt ❤ elska póstana þína þeir hafa oft veitt mér innblástur🤔

  3. Ásta Björg Guðjónsdóttir
    24.06.2017 at 13:09

    Yndislega fallegt 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *