Náttúran sko, náttúran…

…eitt af því sem er dásamlegt við íslenskt sumar, því að þau eru dásemd, er að mínu mati lúpínan sem sprettur upp hér og þar.

Sumir kunna nú ekki að meta þennan fjólublá vin okkar, en mér þykir þetta svo fallegt.

…og mínir krakkar elska það alveg hreint að týna í vönd og koma heim færandi hendi…

…og er það nú ekki amalegt sko, mér þykir þessir vendir síst síðri en svo margir aðrir sem kosta mun fleiri krónur…

…ekki sammála?

…enda er lúpínan fallegt blóm, hefur svo fallega lögun…

…og hver hefur neitað fríu hráefni til þess að galdra úr?

…eins hef ég tekið kerfilinn, sem og lúpínuna, og sett í vasa úti á palli, og bæði hefur staðið í nokkrar vikur!

…fegurðin er oftast í litlu og hversdagslegu hlutunum, það er nú gott að venja sig á að líta eftir henni!

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

 

2 comments for “Náttúran sko, náttúran…

  1. Margrét Helga
    26.06.2017 at 12:28

    Finnst lúpínan ofboðslega falleg og hún er sko í óhóflegu magni hérna heima 🙂 Minna um kerfil her en ekki langt í hann. Hef oft hugsað um að tína lúpínuvönd til að hafa í vasa en aldrei látið verða af því….

  2. Helga
    27.06.2017 at 15:08

    Hvenær færðu lúpínuna til að standa lengi innandyra? Hún er oft orðin slöpp hjá mér á 1. degi…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *