Eyjan mín…

…eyjan fagra græna.

Seinasta sumar brugðum við okkur, stórfjölskyldan í dagsferð til Vestmannaeyja.

Ef þetta er eitthvað, sem þið eigið enn eftir að prufa – þá fær þetta mín bestu meðmæli…

…fengum yndislegt veður og því var bara indælt að fara siglinguna með Herjólfi…

…alltaf jafn fallegt þegar maður fer að nálgast eyjarnar…

…nú og þegar komið var í land, þá var komið við í bakarí…

…og allir fengu sér kakó með rjóma, eða bara hvað það sem hugurinn girntist…

…síðan keyrðum við um og nutum þess að horfa á þetta yndislega útsýni…

…og hversu stórkostleg náttúran er…

…við fórum líka á Eldheima, sem er gosminjasýning, og miðlar á alveg stórkostlegan hátt fróðleik um gosið í Vestmannaeyjum 1973…

…stórkostleg sýning og mælið eindregið með að fara.  Gerir þessi atburði mjög svo “lifandi” og virkilega áhrifamikil…

…og að fara síðan beint á þessar sömu slóðir setur hlutina í rétt samhengi…

…göngutúrar…

…auðvitað smá sprang…

endalaust fallegt ♥

…talandi um fallegt – þá vorum við þarna með tengdaforeldrum mínum og öllum þeirra afkomendum…

…heppin að tilheyra þessum dásemdarhóp…

…svo tók að kvölda…

…og við skunduðum aftur um borð í Herjólfinn…

…dásemdardaman mín böðuð í kvöldsólinni…

…og verðmætin mín…

…mann setur næstum hljóðann…

…þá sjaldan sem þessari verður orðavant…

…stutt stopp hjá Seljalandsfossi í svo sem eina famelímynd…

…og Selfoss tók á móti oss með flugeldasýningu.

Fullkominn endir á dásemdar dagsferð!

P.s. ykkur er frjálst að smella á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Eyjan mín…

  1. Margrét Helga
    27.06.2017 at 09:08

    Hef lengi ætlað að kíkja til Eyja…hef ekki komið þangað síðan í 8. bekk 😮

  2. Kristín S
    27.06.2017 at 22:50

    Svo sammála þér Soffía með dagsferðir til Eyja. Hef farið svoleiðis síðustu þrjú sumur og það er algjörlega dásamlegt. Sundlaugin þeirra er líka mjög skemmtileg, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk. Endalaust hægt að keyra um og skoða fallegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *