…þegar ég fékk fréttatilkynningu um að ný lína væri væntanleg í Söstrene, þá varð ég bara að deila með ykkur myndunum eftir að hafa skoðað þær.
Þetta er eins og pastel-draumur, allt svo létt, ljúft og fagurt.
Svo er eitthvað dásamlegt við nýjar svona stílabækur og annað slíkt, fögur fyrirheit um almennt skipulag og að hafa allt á hreinu.
Dásamlegar klemmur.
Bréfapressur er eitthvað heillandi.
Litlar körfur sem skapa skipulag.
Þessi lampi er hreint yndislegur.
Awww – krúttlegar.
Krúttlegir sundpokar.
Eflaust eru ansi margar sem eiga eftir að taka andköf yfir pastelhillunum.
Ég held að mig bráðvanti reglustiku allt í einu.
Mér skilst að þessi lína eigi að koma í búðir í kringum mánaðarmótin!
Alveg endalaust falleg!
Úff….mikið óskaplega er þetta allt saman krúttlegt 🙂
Og ég meinti þetta sko ekki í neikvæðum skilningi…finnst þetta æði! 😀
Váh! hvað ég hlakka til að fara suður 😊😀😀