…ég hef nú oft haft orð á því að ég er alls ekki mjög litaglöð kona!
Mér líður best í hlýjum og kózý jarðarlitum, svona rólegri stemmingu…
…mér fannst því bráðsniðugt að horfa á vörurnar sem ég var að versla núna um daginn, þar sem allt var mjög svo litlaust en þó, að mínu mati, fallegt…
…ég varð t.d. mjög svo hrifin af Vardagen-servíettunum…
…og þar sem ég á diska sem eru svona grófir og sveitó, með smá brúnni rönd í kring, þá fannst mér þetta smellpassa saman…
…þar að auki keypti ég bara tvo viskustykki og notaði þá sem óreglulega “löbera” á mitt borðið…
…síðan svartar og hvítar skálar til þess að “poppa” þetta allt upp…
…smá svona kökur og eitthvað hollara með í bland.
En svo er það líka þannig að hver og einn á að vera með það sem honum/henni líður best með, hvort sem það er appelsínugult, hvítt eða bleikt 🙂
Fleiri myndir af borðinu koma á morgun…
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Fyndið hvað maður ætlar svoleiðis að breyta til stundum en dregst svo alltaf aftur að “sínum” hlutum 😊 hins vegar er þetta alltaf jafn flott hjá þér mín kæra 😀
Alltaf jafn smekkvís á það fallega ……..njóttu helgarinnar….