…ég var víst áður búin að segja ykkur að góðir hlutir gerast stundum hægt.
En eftir því sem ég best veit, þá eru þeir nánast alltaf biðarinnar virði. Við keyptum húsið okkar 2007 og síðan þá hefur okkur langað til þess að gera pall fyrir aftan hús. En það hafa ansi margir hlutir fengið forgang á verkefnalistanum og við vorum alltaf með þetta á bakvið eyrað.
Síðan byrjuðum við loks á þessu síðla seinasta sumar, og í haust kláraðist að gera dekkið tilbúið. En hins hins vegar átti eftir að gera hliðarnar/veggina og það var á dagskránni okkar núna í vor. Við sáum fljótt að það yrði að gera eitthvað með veggina til þess að halda útsýninu að einhverju leiti. Við bara gátum ekki hugsað okkur að loka á þetta hérna…
…því var ráðið að gera glugga á hliðarnar, rétt eins og er í grindverki fyrir framan húsið. Eins og þið sjáið þá er hérna komin gluggi, en síðar bætist við meira grindverk fyrir ofan…
…það eina sem ég sé eftir, við pallagerðaina okkar, er að “missa” útsýnið á aspirnar tvær sem standa í horni garðsins. Mér hefur alltaf fundist þær svo fallegar standani saman…
…hér sjáið þið þegar þetta fór af stað, og já – settið sem við fjárfestum í er komið á sinn stað, því ég bara gat ekki beðið 🙂
…hér sjáið þið að útsýnið er að haldast vel…
…vantar bara herslumuninn til að loka…
…og hér er efri hlutinn kominn á líka…
…en til þess að láta sér líða vel, þá er nauðsynlegt að fá sér góð húsgögn. Við vorum rosalega hrifin af Fausing-borðinu frá Rúmfó, það er stórt og bara rosalega töff, og við það fengum við okkur Oslo-stólana…
…borðplatan er tvær stórar gráleitar plötur…
…og þar að auki fengum við okkur Edderup-bekk, sem er snilld þarna undir glugganum, og sömuleiðis skaffar aukasæti við borðið ef þarf…
…plús að mér finnst bekkurinn bara “fylla” upp í pallinn, eins og þetta yrði annars mjög tómlegt að sjá…
…sófasettið heitir Fjellerup, og við erum sko mjööööög ánægð með það. Ótrúlega mjúkt og kózý sko…
…og þetta er allt í svona viðhaldsfríu dæmi, þannig að við eigum ekki að þurfa að gera mikið annað en að þurrka af þessu á milli ára 😉
…pallur lokaður – útsýnið á sínum stað!
…dásamlega sólarlagið sést ennþá…
…ég er í það minnsta alsæl með gluggana okkar…
…og í næsta pósti – þá koma inn myndir af pallinum í “action-i”, í notkun með pullum og púðum og almenni prjáli…
…þangað til – þá segi ég bara njótið dagsins ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hrikalega vel heppnaður pallurinn ykkar!! 🙂
Oh svo flottur hann palli þinn…..njóttu njóttu njóttu <3
Til hamingju með fallega pallinn ykkar. Það er svo dásamlegt að hafa góðan pall þar sem maður getur látið fara vel um sig og sína 🙂
Vá hvað þetta er fallegt