Hitt og þetta á rigningardögum…

…afskaplega var seinasta vika eitthvað grá vika.  Það bara rigndi og rigndi.

Þannig að miklum tíma var varið innan dyra þar sem fólk var bara að kúra og hafa það notó.  Fólk, og auðvitað hundar…

…að vísu var kíkt líka í búðina sem er að æra þjóðina og helstu “nauðsynjar” færðar til heimilisins…

…og þessi tvö kunnu vel við að fá að sjá um sinn eigin morgunmat…

…sem var víst ekki í hollari kantinum þennan daginn…

…og hvað á að gera á svona kvöldum annað en að kveikja á kertum…

…koma sér undir sænginni…

…og bíða eftir bjartari dögum…

…það eina sem er öruggt er að tíminn tikkar áfram…

…og menn/hundar læra að temja sér vissa þolinmæði…eða kannski þolinMoli 🙂

…hann er alltaf að bíða einhvers þessi elska…

…ég fékk eitthvað sem ég beið eftir, og varð sko mjög ánægð með þetta tölublað…

…þó það rigndi úti – þá þurfti að vökva plönturnar innan dyra…

…en það var milt veður úti og allir gluggar opnir…

…og stólar upp í loft og gólfin vökvuð 😉

…á meðan móðir náttúra sá um að skúra pallinn…

…og gróðurinn var alsæll, tja gróðurinn og arfinn…

…og húsráðandi var alsæl, í þessar 7 mínútur sem gólfin haldast hrein og nokkurn vegin hárlaus…

…en það er komið sumar…

…og maður bíður bara af sér rigninguna…

…nýtur þess að gera fallegt inni og úti, þegar veður leyfir…

…og svo á morgun, þá skín vonandi bara sólin 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Hitt og þetta á rigningardögum…

  1. Margrét Helga
    08.06.2017 at 15:41

    Jamms….og ég var bara í sól og 17-20°C í Noregi…eða stundum rigndi smá, en hitastigið breyttist samt lítið 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *