…nú þegar búið er að hreinsa útihúsgögnin (sjá hér), og mála grindverkið – þá er komið að sumarblómunum.
Mér finnst alveg nauðsynlegt að setja sumarblóm í potta og hafa hér fyrir utan, og auðvitað að nýja pallinum (sjá hér).
Ég fór því í leiðangur og nánast fyllti bílinn 🙂
Innkaupin voru:
4x nýjir útipottar
4x Sýpris-tré til þess að hafa í pottunum, tvær mismunandi stærðir
2x Snædrífa (hvíta hengiplantan)
3x Þykkblöðungar
Mold og vikur
…í Blómaval keypti ég þessa þykkblöðunga (kostuðu um 700kr stk)…
…og eina Snædrífu, og þetta setti ég síðan í skál á pallinum…
…að vísu skipti ég Snædrífunni í tvennt, og annar hlutinn fór þarna í en hinn með Sýpris í pott…
…mér finnst þetta koma ferlega fallega út…
…og skálinn er í miklu uppáhaldi – en ég fann hana eitt sinn í Góða hirðinum…
…einsog þið sjáið þá er hún öll götótt, en moldin er frekar vel þjöppuð og er ekki að hrynja út í gegn…
…einnig setti ég nokkra steina með – því þeir passa svo með þykkblöðungunum…
…ég keypti báða Sýprisana í Garðheimum, fannst þeir mjög fallegir. Svo keypti ég mér loks nýja útipotta í Blómaval, en ég hef verið með sömu pottana síðan 2008 og hef nokkrum sinnum spreyjað þá svarta á vorin. Sem er góð leið til þess að fríska upp á útipotta (sjá hér)…
…að lokum kom ég við í Byko og sá að þar voru líka mjög fallegir Sýprisar og á hvað besta verðinu, mæli með að kíkja þar líka…
…og nú vantar mig bara sól til þess að taka almennilegar pallamyndir og sýna ykkur ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Hef alltaf ætlað að gera þetta en aldrei komið mér í það…..kannski seinna í sumar eða kannski bara næst 🙂