…ég var að finna nýja síðu sem er með hjónum frá USA sem eru með Studio McGee Hönnunarfyrirtæki/Design firm. Vá hvað þeirra smekkur og stíll höfðar sterkt til mín. Mér finnst nánast allt bara guðdómlegt sem þau gera. Eru mjög svona amerísk en samt ekki of, stílhrein og fáguð en svo hlýlegt og kózý allt saman.
Hvet ykkur að skoða síðuna þeirra og öll þeirra dásamlegu verk, en ætla að deila með ykkur myndum af alrými sem þau voru að gera nýlega.
Þetta er náttúrulega sérlega fallegt og bara inngangurinn sýnir það strax…
…ferlega töff stiginn á milli hæða…
…jeminn eini – þessir gluggar og þessi hurð…
…svo ekki sé minnst á þetta borð og þessar kröfur – og stigann sem speglast svona fallega…
…loftmynd af stofunni…
…svo mikill hlýleiki og karakter…
…ekki bara ég sem hef gaman af bökkum sko…
…og útsýnið yfir í eldhúsið er ekkert slor…
…það er náttúrulega yndisleg birta sem flæðir þarna inn um þessa stóru glugga…
…innbyggðar hillur með ýmsu áhugaverðu…
…og eldhúsið…
…ótrúlega fallega blandað, grófu og fínu – nýju og gömlu…
…brassið gefur svo mikla hlýju….
…og þessir gluggar – núna langar mig bara í svarta glugga!
Eruð þið ekki sammála um að þetta sé hrein dásemd? ♥
All photos and copyright via Studio McGee.com
Vá hvað þetta er geggjað hús (“,)
Eldhúsið er draumur – 2 eyjur í eldhúsinu 😳
Gluggarnir eru æði, þarf einmitt að fara mála mína – ætli þeir verða ekki svartir 😇
VÁ!! Þetta hús finnst mér fallegt! Og jú…þú átt örugglega þó nokkuð margar bakkasystur, og mögulega einhverja bakkabræður þarna úti 🙂