…ég fæ það alltaf á tilfinninguna að flestum finnist mikið erfiðara að gera strákaherbergin, en stelpuherbergin. Hvort sem það er rétt eða ekki, þá fann ég póst með mikið af skemmtilegum strákaherbergjum og ákvað að deila nokkrum þeirra með ykkur. Þau eiga það sameiginlegt að vera með smá svona retró/vintage þema – sem er eitthvað sem ég kann vel að meta.
Þetta finnst mér æðisleg hugmynd, að gera svona tjaldhimin yfir rúminu. Held að mikið af litlu fólki, og jafnvel stærra líka, yrðu mjög sæl með svona framkvæmd. Kann líka vel að meta ljósið, sem er væntanlega DIY…
Svo fallegur liturinn á þessu rúmi og sýnir það að stundum er sko allt í fínu að hafa veggina hvíta en frekar að mála bara húsgögnin…
Ok, þetta eru ekki myndirnar sem ég fíla, en mér finnst geggjað að hafa svona alls konar myndir á vegginum við höfðagaflinn. Eins eru þessi Jenny Lind rúm æðisleg og gamla koffortið á milli er himneskt…
Sama hér – fullt af myndum. Gæti verið gaman að setja t.d fullt af myndum úr litabókum á vegg…
Veggfóður, þetta er geggjað – svo sjáið þið hvað svona síðar gardínur hækka til lofts og setja mikinn svip á rýmið – bónus hvað það er líka gaman að fela sig í þeim…
Fleiri myndir á veggjum, og fallega ljósblár litur – mjög fallegt…
Fullt af flottum litum og karakter. Gaman að sjá hvað kaninn er mikið hver að gera sitt, það eru alls konar hlutir hjá alls konar fólki – ekki neitt ákveðið trend í gangi í herbergjum…
Risa landakort – geggjað flott…
Ein af mínum uppáhalds – þessi einfaldleiki og þessar gömlu töskur sem geymsla fyrir leikföng – mikið elsk!!
Áttu uppáhalds?
Margt flott þarna…veit svo sem ekki hvort ég á neitt uppáhalds….líklega nr. 1 og/eða 2 með smá aðlögun að eigin börnum 😉
Marg fallegt þarna, en soldið amerískur stíll 🙂