Allt er á tjá og tundri…

…eða það var það sko!

Ég tók þessar myndir reyndar um páskana, þegar við “sprengdum” húsið okkar til þess að mála í fallega Draumgráa litinum okkar (hér).

Ég var búin að sýna ykkur stofuna í vinnslu en eldhúsið var ekki komið hingað inn.  Eigum við ekki bara að dempa oss í draslið…

…áður en ég fór að taka út úr skápnum mínum gamla, þá smellti ég af nokkrum myndum.  Mér finnst það alltaf eitthvað svo fallegt að sjá blandað saman alls konar hvítu og gömlu og nýju…

…yndislegu bollarnir mínir sem ég fékk í “arf” eftir hana nöfnu mína og móðursystur…

…og allt lenti þetta saman á eldhúsborðinu – það getur sko verið gott að vera með stórt borð…

…klukkan lenti ofan í gamla silfurbakkanum og mér þótti það eitthvað svo fallegt…

…á hlið skápsins hangir þessi litli vinur…

…og á honum hanga alltaf þessar mæliskeiðar…

…og svo var hann auður…

…og svo bara púff – farinn…

…eins varð tómlegt þegar að gardínustangirnar og greinarnar fóru frá glugganum…

…Stormurinn á skápavakt…

…eyjan og eldhúsborðið undirlagðar af dóti…

…allt á haus…

…þó ekki þessi elska, hann var bara duglegur að mála fyrir sína…

…og ég veit ekki hversu margar hérna kannast við þetta heilkenni.  Að um leið og færi gefst þá er stillt upp, bara svona aðeins – þið vitið, til að prufa…

…bara sjá hvernig þetta kemur út við vegginn…

…breytir engu hversu blaut málningin er á meðan – þetta kemur ekkert við 🙂

…og þegar búið var að mála, leyfa þesu að þorna og koma öllu fyrir, þá varð þetta bara svo fínt…

…allt svo hreinlegt og nýtt – eins og ég hef áður tjáð mig um…

…ég fékk reyndar skilaboð um að eldhúsið væri fallegra skáplaust, en málið er bara að skápurinn er ég – eða þannig sko.  Þetta er það sem ég elska, að blanda nýju og gömlu, að gefa rýmum karakter með þessum fallegu gömlu munum sem ekki allir eiga.  Eitthvað sem er mitt, og talar til mín.

Ég veit vel að eldhúsið myndi höfða til mun fleiri ef ég tæki skápinn og myndi taka sumt dótið niður.  En það er heila málið – eldhúsið mitt er ekki gert til þess að gera einhverjum öðrum til geðs, þetta er fyrir okkur hérna heima, fyrir mig.  Ég spurði einmitt eiginmanninn hvort að honum finndist að við ættum að geyma skápinn um tíma, en hann hélt nú ekki – upp með´ann!

…svona rúllar maður – suma daga ertu ofurkona, aðra daga bara lúði – en alla daga, þá er ekkert um annað að ræða en vera maður sjálfur.

Knúz í daginn ykkar ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Allt er á tjá og tundri…

  1. Margrét Helga
    16.05.2017 at 07:27

    Mér finnst skápurinn einmitt setja punktinn yfir i-ið í eldhúsinu hjá ykkur! Passar svo vel þarna inn 😊 Haltu áfram að vera þú sjálf og gera það sem þér finnst fallegt. Það er nefnilega fullt af fólki sem finnst það sem þú gerir æðislegt. Hinir eru bara oft duglegri að láta í sér heyra. Knus til þín mín kæra ❤

  2. Lilja
    16.05.2017 at 07:45

    Það ef bara til eitt eintak af þér og þú rokkar!

  3. Svala
    16.05.2017 at 08:30

    Í almáttugs bænum haltu áfram að vera lúði. Þú er flottasti og krúttaðasti lúði sem ég veit um. Knúsar <3

  4. Gurrý
    16.05.2017 at 09:31

    Já sko – maður á bara að gera eins og manni finnst fallegast sjálfum, ykkar hreiður og ykkar feel good zone…..! Yndislegt allt saman hjá þér elskan mín <3

  5. Palina Benjaminsdottir
    16.05.2017 at 09:40

    Skápurinn er dásamlegur, fallegur og rómantískur. Hann passar svo vel inn í heildarmyndina hjá þér. Ég féll í stafi yfir mæliskeiðunum sem hanga á skápnum. Elska svona gamla og fallega nytjahluti.

  6. Marianna Ros
    16.05.2017 at 10:49

    Mer finnst skapurinn tinn einmitt ædislegur i eldhusinu ykkar. Otrulega skemmtilegt hvernig tu blandar hinu og tessu saman.
    Og ja eg er sammala fleirum, mæliskeidarnar eru otrulega flottar!

  7. Margrét Milla
    16.05.2017 at 12:23

    Skápurinn er dásemd, ég er eins og þú elska gamalt og nýtt saman. Vertu áfram lúði, þú ert besti lúði sem ég hef nokkrum sinnum kynnst!

  8. Anonymous
    16.05.2017 at 21:11

    Mætti vera smá veggfóður

  9. Hrefna B. Jóhannsdóttir
    16.05.2017 at 21:54

    Yndislegt hjá þér!

  10. Ósk
    16.05.2017 at 22:52

    Skápurinn er alveg must gerir rýmið að þínu, haltu áfram að vera þú
    Ég get endalaust skoðað bloggið þitt gamalt og nýtt alltaf fallegar myndir þû kát lyftir deginum fyrir mig og skapar hugmyndir

  11. Fjóla Róbertsdóttir
    17.05.2017 at 09:59

    Svo fallegt hjá þér 😀

  12. Anna Sigga
    17.05.2017 at 13:23

    😀 mér finnst þú enginn lúði, þú ert þú og það er bara frábært að geta verið maður sjalfur… mér finnst þú vera frábær 🙂 Og skápurinn þarna passar bara ótrúlega vel þarna og á bara vera þarna 😀

    En það var soltið annað sem ég sá í skápnum það er kannan með blómunum mikið rosalega er hann flottur/fallegur/eftirtektarsamur/geðveikislegaæðislegur 😀 gat ekki valið rétta lýsingarorðið 😉

    kv ein að norðan 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *