…er svo mikill snillingur! Ég var búin að sýna ykkur viðtalið sem kom við hana í Mogganum (sjá hér), en á sama tíma og það var tekið þá tók ég nokkrar myndir sem ég ætla að deila með ykkur í dag…
…hér er verið að setja allt upp fyrir myndatökuna…
…og þetta er þó bara hluti af því sem hún hefur gert…
…hún er svo mikill snillingur, þó ég segi nú sjálf frá…
…dásamlega fallegir litir…
…og Múmín-turninn…
…mamma og sonur minn hafa t.d. svo oft lesið sögurnar um Múmín, að hann kann þær utan að. Þetta eru því svo persónulegar og dásamlegar gjafir sem hún er að gefa þeim með þessum könnum…
…við systkinin erum líka búin að fá könnur fyrir jólakakóið…
…og sitthvað annað góðgæti…
…kertastjakar og vasar…
…hún notar sem sé bökunarpappír og dregur myndirnar í gegn úr bókunum…
…og svo eru þær settar á bollana og hún málar þá svo eftir kúnstarinnar reglum…
…stundum finnst mér bara sjálfsagt, svona á þriðjudögum – að monta sig af mömmu sín…
…enda á hún það alveg inni þessi elska…
…allt svo fallegt hjá henni…
…og stórbrotið að byrja bara svona á þessu þegar hún er löngu komin á eftirlaunin!
Já hún mamma mín, hún er alveg dásamleg ♥
Svo er það hann pabbi sem málar svo fallegar myndir, sem ég hef nú eitthvað sýnt ykkur – en það er efni í sérpóst ♥
ps. Mér þætti afskaplega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Listamaðurinn hún mamma þín gerir flotta og fallega hluti til hamingju með þessi listaverk.
Dúllan hún mamma þín <3
Rosalegur listamaður hún mamma þín.