Gleðilega páska…

…þá eru þeir komnir, blessaðir páskarnir og því er vorið á næsta leyti.
Ekki er hægt að neita því, og hver myndi svo sem vilja það?…hjá okkur stóð til að fara út á land og heimsækja yndislega vini, en plön breyttust og þess í stað hófum við hjón framkvæmdir hérna heima á Skírdag…

…til stóð að mála alrýmið hér heima, sem telur hátt í 75fm og því ærinn starfi…

…sér í lagi þar sem annað okkar, nefni engin nöfn Soffia, er töluvert meiri safnari en góðu hófi gegnir…

…en af stað fórum við og erum núna næstum búin – aðeins eldhúsið eftir…

…ég ætla því að mynda og sýna ykkur þetta allt saman í næstu viku…

…þar til langaði mig bara að senda ykkur mínar bestu óskir um dásamlega páskahátíð…

…vona að þið takið því rólega, eða bara skemmtið ykkur svakalega, með þeim sem ykkur þykir vænst um…

…við ætlum í það minnsta að byrja daginn okkar með páskaeggjaleit – þó ekki leit að þessum hérna, enda auðfundin…

…og síðan bara að láta það ráðast hvað dagurinn ber í skauti sér…

…kannski verður eiginmaðurinn svo high af páskaeggjaáti að hann rífur upp pensilinn og ræðst á eldhúsið…

…ekki líklegt, en kona má láta sér dreyma, ekki satt?

…þið sem viljið fylgjast með framvindu mála á snappinu: soffiadoggg

…en enn og aftur þá segi ég bara:

♥ Gleðilega páska(egg) og njótið dagsins ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Gleðilega páska…

  1. Margrét Helga
    18.04.2017 at 08:39

    Gleðilega páska mín kæra og vonandi áttuð þið frábæran fjölskyldutíma saman <3

  2. 24.04.2017 at 15:42

    Pinned this easter deco for next year! Gorgeous!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *